Helstu niðurstöður
- Síðan byrjað var að veita ráðgjöf í hlýra hefur veiði alltaf verið verlulega umfram ráðgjöf.
- Hlýrastofninn er núna við varúðarmörk og nýliðun er í sögulegu lágmarki. Ef stofninn fer undir varúðarmörk þarf að grípa til aðgerða til verndunar hans.
- Hafrannsóknastofnunn hefur hvatt sjómenn til að sleppa hlýra eftir að þeir hafi veitt kvótann sinn, en rannsóknir sýna að lífslíkur hlýra eru miklar eftir að honum hefur verið sleppt.
Almennt
Hlýri er langvaxinn og hausstór fiskur með einkennandi svarta bletti á gulleitu skinni og beittar framstæðar tennur. Stærsti hlýri sem veiðst hefur við Ísland var 144 cm, en í afla er hann mest á bilinu 60-90 cm. Hlýri finnst víða umhverfis Ísland, en mest í kantinum út af Vestfjöðum og minnst á SV miðum. Hann heldur sig aðallega á sand- eða leirbotni á 100-400 m dýpi. Hlýrahrygnur á aldrinum 5-10 ára vaxa að meðaltali um 6,5 cm á ári við Ísland og verða kynþroska að meðaltali 83 cm langar og 9 ára gamlar.
Sjá nánar: https://www.hafogvatn.is/is/sjavardyr/hlyri
Veiðar
Hlýraafli á árunum 1982-1995 var nokkuð stöðugur eða að meðaltali rúm 900 tonn á ári. Lítil línuveiði var á hlýra á þessum árum og hlýri að mestu veiddur með botnvörpu. Frá árinu 1995 byrjar hlýrafli að aukast, aðallega vegna aukinnar línuveiði, og nær hámarki árið 2006 þegar aflinn við Ísland var 3640 tonn. Síðan þá hefur aflinn almennt farið minnkandi og var 805 tonn árið 2024 eða svipaður og árið 1995. Væntanlega er þessi minni afli árið 2024 tengdur því, að í að í desember árið 2020 var sjómönnum veitt heimild til að sleppa veiddum hlýra, og á síðasta ári hafi umtalsverðu magni af hlýra verið sleppt.
Hlýri veiðist aðallega norðvestur af Vestfjörðum (Mynd 1), en áður var mesta veiðin norðaustur af landinu. Árin 2000-2018 hækkaði hlutfall aflans sem veiddur er í kantinum út af Vestfjörðum, en síðan hefur það lækkað lítillega. Árið 2024 veiddist um 84 % af hlýraafla við Ísland á þessum tveimur svæðum (Mynd 1 and Mynd 2). Það sem flokkast sem önnur svæði á mynd 2 er allallega Dorbanki og svæði austan við hann.
Um 7 % af hlýraafla veiðist á minna en 100 m dýpi, og um 25-35 % á 100-200 m dýpi (Mynd 3). Á árunum 2000-2004 var um helmingur hlýraafla veiddur á 200-300 m dýpi, en frá þeim tíma hefur hlutfallið á því dýpi verið á bilinu 30-47 %. Hlutfall aflans sem veiddur er á meira en 300 m dýpi hefur verið nokkuð stöðugt frá árinu 2000 eða á bilinu 20-25 % (Mynd 3).
Um 98 % af lönduðum hlýra er veiddur á línu eða í botnvörpu. Á árunum 2000-2003 var afli í botnvörpu 65-70 % af heildarafla af hlýra. Frá þeim tíma byrjaði hlutfall línuafla að hækka og var hæst árið 2013 eða um 66 % af heildarafla, en hefur síðan farið lækkandi og var það um 30 % árið 2024.
Á sama tíma var hlutfall botnvörpuafla um 69 %, en það hefur verið vaxandi frá 2013 (Mynd 4).
| Ár | Fjöldi línu | Fjöldi botnvarpa | Fjöldi annað | Línu | Botnvarpa | Annað | Samtals |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 2000 | 27 | 74 | 3 | 654 | 1185 | 12 | 1851 |
| 2001 | 32 | 66 | 6 | 654 | 1401 | 26 | 2081 |
| 2002 | 36 | 69 | 8 | 591 | 1488 | 30 | 2109 |
| 2003 | 52 | 69 | 6 | 757 | 1614 | 26 | 2397 |
| 2004 | 72 | 72 | 12 | 1412 | 1816 | 47 | 3275 |
| 2005 | 99 | 67 | 8 | 1573 | 1624 | 38 | 3235 |
| 2006 | 127 | 66 | 11 | 2052 | 1511 | 73 | 3636 |
| 2007 | 115 | 71 | 10 | 1391 | 1255 | 38 | 2685 |
| 2008 | 84 | 61 | 3 | 1073 | 990 | 24 | 2088 |
| 2009 | 84 | 62 | 9 | 1226 | 998 | 51 | 2275 |
| 2010 | 76 | 58 | 13 | 1045 | 786 | 71 | 1903 |
| 2011 | 79 | 57 | 10 | 934 | 642 | 38 | 1614 |
| 2012 | 79 | 61 | 13 | 1129 | 761 | 59 | 1950 |
| 2013 | 90 | 61 | 10 | 1575 | 788 | 39 | 2402 |
| 2014 | 85 | 55 | 9 | 1169 | 712 | 36 | 1917 |
| 2015 | 80 | 53 | 8 | 1010 | 683 | 24 | 1718 |
| 2016 | 70 | 51 | 4 | 1032 | 676 | 18 | 1726 |
| 2017 | 60 | 54 | 5 | 820 | 589 | 18 | 1427 |
| 2018 | 63 | 50 | 2 | 722 | 625 | 10 | 1357 |
| 2019 | 48 | 50 | 6 | 736 | 640 | 20 | 1396 |
| 2020 | 57 | 52 | 4 | 664 | 630 | 14 | 1308 |
| 2021 | 46 | 49 | 4 | 634 | 559 | 13 | 1205 |
| 2022 | 40 | 43 | 2 | 334 | 425 | 6 | 765 |
| 2023 | 34 | 39 | 2 | 244 | 374 | 6 | 624 |
| 2024 | 30 | 46 | 5 | 221 | 532 | 14 | 768 |
Á árunum 2000-2006 jókst fjöldi línubáta sem veiddu ≥1000 kg af hlýra á ári úr 27 í 127 og á sama tíma jókst línuafli úr 700 tonnum í 2000 tonn (Tafla 1). Síðan fækkaði þessum línubátum, og voru þeir að meðaltali um 67 á árunum 2008-2023 og var heildarveiði þeirra á hlýra um 250-1600 tonn á ári. Árið 2024 voru þessir bátar aðeins 30 og aflinn eins lítill og hann var 1997. Fjöldi togara sem veiddu ≥1000 kg af hlýra á ári voru 74 á árinu 2000, en hefur síðan þá almennt farið minnkandi og voru 46 árið 2024. Hins vegar hefur afli frá árinu 2008 verið um helmingi minni en hann var á árunum 2000-2007 og á árunum 2021-2024 hefur aflinn verið svipaður og hann var á árunum 1994-1995 (Tafla 1). Aukin sókn línubáta í hlýra byrjaði árið 1996, en þá veiddu þeir um 400 tonn. Fyrir þann tíma hafði árlegur afli hlýra á línu almennt verið minni en 100 tonn. Þessi aukna sókn í hlýra gæti tengst því að steinbítur var í fyrsta skiptið settur í kvótakerfið fiskveiðiárið 1996/1997.
Fjölda báta og skipa sem veiddu 95 % af árlegum hlýraafla hefur verið á bilinu 75-150 (Mynd 5). Fjöldi þeirra var stöðugur á árunum1996-2003, þrátt fyrir aflaaukningu, en jókst á árunum 2004-2006 þegar árlegur afli af hlýra var yfir 3000 tonn. Frá árinu 2007 hefur fjöldi þeirra fækkað, væntanlega vegna minnkandi hlýraafla frá árinu 2006 (Mynd 5).
AFLI Á SÓKNAREININGU (CPUE) OG SÓKN.
Þegar afli á sóknareiningu (CPUE) er metinn er ekki tekið tillit til breytinga eins og framfara í tækni og veiðarfærum, eða samsetningar og gerðar veiðiskipa sem stunda veiðarnar. M.a. vegna þessa er afli á sóknareiningu yfirleitt ekki talinn nógu áreiðanlegur mælikvarði til að meta breytingar á stofnstærð.
Afli á sóknareiningu var reiknaður fyrir línu (kg/1000 krókar) og botnvörpu (kg/togtími). Til að meta afla á sóknareiningu voru notuð gögn úr afladagbókum, annars vegar þar sem afli á hlýra í línulögn eða togi var meiri en 10 % af heildaraflanum og hins vegar þar sem hlýri var skráður sem afli. Afli á sóknareininingu er reiknaður fyrir hverja veiðiferð og fyrir hver ár er sýnt miðgildi allra veiðiferða (Mynd 6).
Afli á sóknareiningu í botnvörpu þar sem afli var ≥10 % af heildarafla, var minnstur árið 2001 (83 kg/klst), síðan fór hann almennt farið vaxandi og var hæstur árið 2014 (134 kg/klst), en frá árinu 2019 hefur hann farið minnkandi (Mynd 6). Þar sem hlýraafli var >0 jókst hann á sóknaeiningu frá árinu 2000 til 2004 (74 kg/klst), en þá var hann mestur. Hann fór svo minnkandi til ársins 2007 (36 kg/klst), sveiflast síðan til ársinis 2018 milli 32-56 kg/klst án tilhneigingar til hækkunar eða lækkunar á tímabilinu, síðan hefur hann farið lækkandi.
Afli á sóknareiningu á línu, þar sem afli var ≥10 % af heildarafla, sveiflaðist hann milli 16-57 kg/1000 krókar á árunum 2000-2024 án tilhneigingar til hækkunar eða lækkunar (Mynd 6). Þar sem afli var > 0 kg fór hann á sóknareiningu minnkandi frá árinu 2000 (10 kg/1000 krókar) til ársins 2018 (3 kg/1000 krókar) hefur síðan verið verið á bilinu 3-5 kg/1000 krókar.
Sýnasöfnun og aldursdreifing hlýra úr lönduðum afla
Hafrannsóknastofnun hefur frá árinu 2007 safnað árlega kvörnum til aldurslesturs úr 300-1900 hlýrum. Fjöldi sýna sem þessum hlýrum var safnað í voru á bilinu 1-48 úr línuafla og 5-32 úr botnvörpuafla (Tafla 2, Mynd 7). Sýni voru ekki tekin úr afla úr öðrum veiðarfærum, þar sem sá afli er aðeins lítið brot af heildaraflanum (~2 %).
Aldursgreindir voru 400 hlýrar sem safnað var úr lönduðum afla árið 2015 og voru þeir á aldrinum 5-16 ára. Algengastir voru 8 og 9 ára hlýrar eða um 40 % af þeim fiskum sem voru aldurgreindir. Hlýri úr lönduðum afla hefur ekki verið aldursgreindur síðan 2016, en árið 2020 var byrjað að aldurslesa hlýra sem safnað var í stofnmælingu botnfiska að vori.
| Ár | BMT, sýni | BMT, lengd | BMT, kvarnir | LLN, sýni | LLN, lengd | LLN, kvarnir |
|---|---|---|---|---|---|---|
| 2007 | 7 | 667 | 230 | 7 | 983 | 334 |
| 2008 | 9 | 838 | 352 | 9 | 880 | 391 |
| 2009 | 7 | 861 | 350 | 6 | 615 | 200 |
| 2010 | 10 | 964 | 355 | 7 | 794 | 295 |
| 2011 | 7 | 527 | 246 | 8 | 766 | 329 |
| 2012 | 11 | 1092 | 451 | 9 | 1097 | 432 |
| 2013 | 5 | 547 | 200 | 17 | 2175 | 788 |
| 2014 | 32 | 2982 | 800 | 48 | 4916 | 1101 |
| 2015 | 22 | 2113 | 500 | 21 | 2073 | 475 |
| 2016 | 12 | 1266 | 300 | 15 | 1825 | 350 |
| 2017 | 9 | 954 | 225 | 8 | 1000 | 200 |
| 2018 | 9 | 964 | 225 | 8 | 869 | 200 |
| 2019 | 12 | 1017 | 299 | 19 | 1389 | 300 |
| 2020 | 13 | 947 | 300 | 4 | 375 | 100 |
| 2021 | 11 | 777 | 270 | 18 | 1061 | 336 |
| 2022 | 10 | 684 | 203 | 3 | 167 | 60 |
| 2023 | 7 | 684 | 120 | 1 | 8 | 8 |
| 2024 | 12 | 951 | 240 | 2 | 156 | 40 |
Lengdardreifing hlýra úr lönduðum afla
Meðallengd hlýra úr lönduðum afla fór almennt hækkandi frá árinu 2008 (72 cm) til ársins 2019 (78 cm), en síðan hefur hún lækkað og var meðallengdin 67 cm árið 2022 (Mynd 9). Hluti af þeim landsýnum sem safnað var árið 2022 var safnað úr veiði á Dohrnbanka, en þaðan hefur landsýnum ekki verið safnað áður. Í þessum sýnum var hlýrinn óvenju smár, sem skýrir að hluta lága meðallengd árið 2022 samanborið við fyrri ár. Árið 2023 (77 cm) hækkaði síðan meðallendin og var hún 75 cm árið 2024.
Stofnmælingaleiðangrar
Stofnmæling botnfiska að vori (SMB) og hausti (SMH) eru leiðangrar sem framkvæmdir eru árlega af Hafrannsóknastofnun, SMB frá árinu 1985 en SMH frá árinu 1996. Árið 2000 var útbreiðslusvæði stöðva í SMH aukið. Árið 2011 var SMH ekki framkvæmt vegna verkfalls. SMB er talið ná vel utan um útbreiðslusvæði hlýra og til að meta fjölda eða lífmassa hlýra er talið að SMB mæli það betur en SMH, þrátt fyrir að á árunum 1996-2003 væri Íslands-Færeyjahrygg sleppt.
Vísitölur lífmassa og veiðistofns hafa almennt farið lækkandi frá árinu 1996 og voru í sögulegu lámarki árið 2020 . Árið 2021 hækkuðu þessar vísitölur og hafa haldist svipaðar síðan (Mynd 10).
Nýliðunarvísitala hlýra var há á árunum 1992-2000, fór síðan almennt lækkandi og náði sögulegu lágmarki árið 2012. Frá þeim tíma hefur nýliðunarvísitalan verið lág, hún lækkað þó talsvert frá síðasta ári eða um 60 % og hefur vístala nýliðunar aldrei verið jafn lág og árið 2025 (Mynd 10).
Frá árinu 2012 hefur hlýri í SMB aðallega fengist við kant landgrunnsins norðvestur og norður af landinu (Mynd 11 og Mynd 12). Vísitala lífmassa hlýra í SMB á því svæði (NV) minnkaði á árunum 19985-1995 en fór síðan hækkandi til árisins 2012 og hefur verið nokkuð stöðug síðan.‚Á NA svæði var lífmassi hlýra hár á árunum 1990-2004 en minnkaði síðan til ársins 2015 og verið síðan frekar stöðug (Mynd 12). Á árunum 1996-2003 var Ísland-Færeyjarhryggnum sleppt í SMB, sem álitið er að hafi leitt til 15-20 % vanmats á líffmassavísitölu hlýra þau ár.
Hlýri hrygnir við Ísland síðla sumars og um haustið, samkvæmt því ætti útbreiðsla hlýra í SMH að gefa vísbendingu um hvar hlýri hrygnir við Ísland. Þar sem ekki virðist vera mikill munur á útbreiðslu hlýra í SMH og SMB gæti það bent til að nálægðar milli fæðu- og hrygningarsvæða hlýra (Mynd 11).
Mest fæst af hlýra í SMH í kantinum NV af Íslandi, en vísitala hlýra á því svæði fór lækkandi frá árinu 2007 til 2018 síðan hefur hún hækkað. Lægra hlutfall mældist af hlýra í SMH á NA svæði á árunum 1996-2003 samanborið við SMB, en eins og í SMB hefur vísitala hlýra á NA svæði í SMH farið lækkandi síðan 1996, en frá 2021 hefur hún hækkað (Mynd 12). Það sem flokkast sem önnur svæði á mynd 12, er aðallega svæði sem er rétt vestan við NV svæði út af sunnanverðum Vestfjörðum.
Meðallengd hlýra í SMB lækkaði frá árinu 1986 (62,9 cm) til ársins 1995 (52,1 cm) vegna aukningar á minni hlýra (<60 cm) (Mynd 10 og Mynd 13). Í kjölfar fækkunar á minni hlýra hækkaði meðallend hlýra frá þessum tíma til ársins 2019 (69,4 cm), en síðustu fimm ár hefur hún verið á bilinu 63-64 cm. Fjöldi veiddra hlýra í SMB jókst frá árinu 1990 (alls 1273) til ársins 1997 (2744). Síðan hefur fjöldinn farið minnkandi og var minnstur árið 2020 (353), en árið 2025 veiddust 453 hlýrar í SMB.
Eins og í SMB jókst meðallengd hlýra í SMH frá árinu 1996 (58,8 cm) til ársins 2018 (70,8 cm) vegna fækkunar á minni hlýra, en síðustu tvö ár hefur hún verið á bilinu 65-69 cm (Mynd 14). Fjöldi veiddra hlýra í SMH var að meðaltali 250 árin 1996-2006. Síðan þá hefur fjöldi þeirra minnkað og fengust að meðaltali 90 hlýrar í SMH á árunum 2010-2017, en á árunum 2018-2024 voru þeir 64 að meðaltali.
Árið 2020 var byrjað að aldurslesa hlýra úr SMB og er búið að aldurlesa hlýra fyrir árinu 2014-2024, alls 2034 fiska. Aldurinn var á bilinu 1-16 ára, en um 70 % voru á aldrinum 7-12 ára, vegið meðaltal var 8,9 ára. Helsti tilgangur þessarar aldursgreininga er að afla gagna til að gera stofnmat á hlýra með Gadget líkaninu og verður þeim haldið áfram á næstu árum.
Stofnmat
Lýsing á stofnmatsaðferð og ráðgjafarreglu
Grunnur ráðgjafar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og
2026/2027 fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES (2025)) fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat, en til eru vísitölur og aðrar upplýsingar um lífsögulega þætti. Ráðgjöfin í ár byggir á rfb-reglu (ICES (2025)) en hún hefur eftirfarandi form:
\[A_{y + 1} = A_{y}rf^{-1}bm\]
þar sem Ay+1 er ráðlagður heildarafli, Ay er ráðgjöf síðasta árs, r er hlutfall meðaltals vísitalna síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals vísitalna þriggja ára þar á undan (vísitala B), f er nálgun (e: proxy) á nýtingu (MSY-viðmiðunarlengd deilt með meðallengd úr afla) og b eru varúðarmörk (ráðlagður heildarafli minnkar þegar lífmassavísitala fellur fyrir neðan gildi aðgerðarmarka).
r er hlutfall meðaltals vísitölu síðustu tveggja ára (vísitala A) og meðaltals þriggja ára þar á undan (vísitala B) eða:
\[r = \frac{\sum_{i = y - 2}^{y - 1}\left( I_{i}\text{/}2 \right)}{\sum_{i = y - 5}^{y - 3}\left( I_{i}\text{/}3 \right)}\]
f er vísihlutfall á nýtingu:
\[f = \frac{L_{F = M}}{{\overline{L}}_{y - 1}}\]
þar sem \({\overline{L}}_{y - 1}\) er meðallengd úr afla sem er hærri en lengd sem kemur fyrst í veiði Lc. Þ.e. Lc er lengd þar sem tíðnin er helmingurinn af tíðni algengasta gildis (Mynd 16).
Lengd við kjörsókn \(L_{F = M}\) er sú meðallengd sem vænta má við veiðar við hámarksnýtingu (MSY) er reiknuð með eftirfarandi hætti:
\[L_{F = M} = 0.75L_{c} + 0.25L_{\infty}\]
þar sem Lc er lengd sem kemur fyrst í veiði (sjá ofar) og L∞ er hámarkslengd tegundar samkvæmt jöfnu von Bertalanffy. Þetta byggir á þeirri forsendu að hlutfallið \(M/K\) sé 1.5.
b er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fellur undir aðgerðamörk:
\[b = \min\left\{ 1,\frac{I_{y}}{I_{trigger}} \right\}\,\]
þar sem Itrigger = 1.4Iloss
m er margfaldari byggður á vaxtarhraða K, sem er fenginn með aðferð von Bertalanffy. Fyrir tegundir með K<0.2yr-1; þá er m=0.95 (hægvaxta tegundir). Von Bertalanffy K fyrir hlýra er 0.06 og því er m=0.95.
Greining á niðurstöðum stofnmats og ráðgjöf
Vísitölur úr stofnmælingu að vori (SMB) eru notaðar til að skoða stofnþróun. Ráðgjöfin í ár reiknast þannig: Ay+1 = Ay-1 r f\(^{-1}\) b m eða Ay+1 = 296 * 1.033 * 1.029 * 1 * 0.95 og er þá ráðgjöf fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 299 t (1 % hækkun frá ráðgjöf síðasta árs) (Tafla 3).
Helstu munur á núverandi stofnmati og því síðasta er að lífmassi hlýra hefur aukist lítillega undanfarin tvö ár, þannig að gildi hans í ár, er rétt yfir viðmiðunarmörk. Öryggismörk fyrir lífmassa hafa því ekki áhrif á ráðgjöfina.
Ay: Ráðgjöf fyrir 2024/2025 | 296 |
Breytingar í stofni | |
Vísitala A (2024-2025) | 3 426 |
Vísitala B (2021-2023) | 3 315 |
r: Hlutfall vísitölu (A/B) | 1.033 |
Vísitala veiðihlutfalls | |
Meðallengd í afla(Lmean = L2024) | 80 |
Lengd við kjörsókn (LF=M) | 78 |
f: Vísitala veiðihlutfalls (LF=M/Lmean) | 0.972 |
Gátmörk | |
Vísitala seinasta árs (I2025) | 3 575 |
Aðgerðarmörk vísitölu (Itrigger=Iloss*1.4) | 3 363 |
b: Vísitala í hlutfalli við aðgerðamörk, min{I2025/Itrigger, 1} | 1 |
Varúðarlækkun til þess að tryggja að hrygningarstofn fari ekki undir gátmörk (Blim) með 95 % líkum | |
m: Margfaldari (byggður á lífssögu) | 0.95 |
Reiknuð ráðgjöf1) | 299 |
Sveiflujöfnun (+20 % / -30 % borið saman við Ay, aðeins beitt ef b>1)2) | 0 |
Ráðgjöf fyrir 2025/2026 og 2026/2027 | 299 |
% breyting á ráðgjöf3) | 1 |
1) Ay × r × 1/f × b × m | |
2) min{max(0.7Ay, Ay+1), 1.2Ay} | |
3) Tölur í töflu eru námundaðar. Útreikningar eru gerðir með ónámunduðum tölum og því gætu reiknuð gildi ekki stemmt | |
Notkun rfb-reglunnar
- r er reiknað sem meðaltal síðustu tveggja ára, deilt með meðaltali þriggja áranna á undan, sem gefur r=1.033 (Mynd 15, Tafla 3).
- f er lengdarhlutfalls þáttur rfb stofnmatsjöfnunnar. Meðallengd úr afla síðasta árs sem mælingar voru framkvæmdar (2024) var 80 cm og mark-viðmiðunarlengd (Lc * 0.75 + L∞ * 0.25) er 78 (Mynd 16 og Mynd 17). Útkoman var f\(^{-1}\) = 1.029 og f = 0.972.
- b er varúðarmörk og er notað til að takmarka ráðgjöf þegar vísitala fer undir ákveðið gildi (Itrigger). Lægsta vísitala hlýra (Iloss = 2402, vísitölu 2020). Itrigger er Iloss * 1.4 eða 3363 (Mynd 16). Vísitalan 2025 var 3575 og því fyrir neðad Itrigger og b =
- m er stillingarbreyta en fyrir hægvaxta tegundir (með von Bertalanffy K<0.2), er m = 0.95.
Fiskveiðistjórnun
Matvælaráðuneytið er ábyrgt fyrir stjórnun fiskveiða á hafsvæðum við Ísland og innleiðingu laga um fiskveiðistjórnun. Hlýri var settur í aflamarkskerfið árið 2018, en Hafrannsóknastofnun veitti fyrst ráðgjöf um hámarksafla á hlýra fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 og byggðist hún á vístölu veiðihlutfalls (Fproxy). Fyrstu fjögur fiskveiðiárin byggði ráðgjöfin á meðalafla áranna 1985-1997, en fiskveiðiárið 2016/2017 var ákveðið að nota 70 % af meðalvísitölu veiðihlutfalls áranna 2001-2015 sem markgildi fyrir Fproxy við ráðgjöf, en lífmassi hlýra í SMB lækkaði um 20 % á þessum árum. Vegna versnandi stöðu hrygningarstofns og nýliðunar hlýra var ákveðið fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 að beita varúðarnálgun og lækka markgildi Fproxy með því að nota meðalvístölu veiðihlutfalls áranna 1985-1998. Á þeim árum virtust veiðar ekki hafa mikil áhrif á lífmassa hlýra (Mynd 15). Hlýraafli fiskveiðiárin 2012/2013-2015/2016 var um 100 % hærri en ráðlagður afli Hafrannsóknastofnunar, næstu þrjú fiskveiði ár var hann um 40 % hærri og á síðasta fiskveiðiári var hann um 150 % hærri en ráðlagður afli (Tafla 4).
Hlýrastofninn við Ísland er samkvæmt vísitölum í SMB við sögulegt lágmark. Stærð hrygningarstofns hlýra er væntanlega undir öllum mögulegum varúðarmörkum. Erfitt er að stjórna veiðum á hlýra þar sem hann veiðist að mestu sem meðafli. Við óbreyttar aðstæður má búast við að hlýrastofninn haldi áfram að minnka og hugsanlega er eina leiðin til að snúa þessari þróun við að setja á löndunarbann á hlýra. Annar möguleiki er að sjómenn sleppi hlýra sem þeir veiða umfram kvóta, en Hafrannsóknastofnun lagði það til í júní 2020 að sjómönnum yrði veitt heimild til að sleppa hlýra. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið veitti þessa heimild þann 14. desember 2020.
Til að reyna að snúa við þróun um minnkandi hlýrastofn, hvetur Hafrannsóknastofnun sjómenn til að sleppa hlýra umfram kvóta, en rannsóknir hafa sýnt að lífslíkur hlýra sem er sleppt eftir veiðar eru talsverðar. Til að hægt sé að meta magnið af hlýra sem er sleppt er nauðsynlegt að það sé skráð í afladagbók. Slíkar upplýsingar hjálpa m.a. til við að meta afföll af stofninum vegna veiða og almennt við stofnmat á honum, en áætlað er að 10 % afföll séu af þeim hlýrum sem er sleppt.
Fiskveiðiár | Tillaga | Aflamark | Afli alls |
|---|---|---|---|
2012/2013 | 900 | 2 042 | |
2013/2014 | 900 | 2 250 | |
2014/2015 | 900 | 1 655 | |
2015/2016 | 900 | 1 913 | |
2016/2017 | 1 128 | 1 587 | |
2017/2018 | 1 080 | 1 553 | |
2018/2019 | 1 001 | 1 001 | 1 425 |
2019/2020 | 375 | 375 | 1 310 |
2020/2021 | 314 | 314 | 1 295 |
2021/2022 | 377 | 377 | 904 |
2022/2023 | 334 | 334 | 661 |
2023/2024 | 296 | 296 | 745 |
2024/2025 | 296 | 296 | |
2025/2026 | 299 | ||
2026/2027 | 299 |
Lífslíkur sleppts hlýra eftir veiðar
Á árunum 2001-2006 var hlýraeldi á Neskaupsstað og var hlýrum sem notaðir voru til að framleiða seiði safnað af togaranum Bjarti við hefðbundnar veiðar. Eftir að hlýranum hafði verið komið fyrir í kari með rennandi sjó var lítið um afföll. Sama átti við um hlýra sem veiddur var á handfæri og safnað fyrir eldið.
Á árunum 2015-2016 voru merktir yfir 100 hlýrar (þar af 43 með rafeindamerki) í SMB og SMH. Endurheimtur úr þessum merkingum hafa verið góðar eða 20 %, sem bendir til að hlýri þoli það vel að vera veiddur í botnvörpu og sleppt. Athygli vakti í þessum merkingum að sumir hlýrar voru allt að 1 klst. í fiskmóttöku áður en þeir voru settir í kar með sjó í. Margir af þessum hlýrum virtust vera lífvana í fyrstu, en eftir að hafa verið í karinu í nokkrar mínútur byrjuðu þeir að synda um það.
Rannsókn frá Kanada sýndi að lífslíkur steinbíts voru yfir 90 % ef honum var sleppt innan við tveimur tímum frá því að hann var veiddur (Grant and Hiscock (2014)). Töldu höfundar að sama ætti við um hlýra vegna þess hve líkar þessar tegundir eru. Niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknastofnunar sem gerð var í SMH árið 2020 benda til að sama eigi við um hlýra þ.e. að hann geti lifað í allt að tvo tíma í móttöku eða á vinnsluböndum fiskiskipa. Rannsóknir hafa einnig sýnt að hlýri og steinbítur þola vel lítið súrefni í sjó, sem styður niðurstöður ofangreindra rannsókna (Foss, Evensen, and Øiestad (2002)).
Árið 2020 þegar Hafrannsóknastofnum rálagði að sjómönnum yrði veitt heimild að sleppa hlýra sem veiðist umfram aflamark, var því vitað að hlýri þyldi það vel að vera veiddur í botnvörpu og sleppt, en engar rannsóknir eða athuganir höfðu verið gerðar á lífvænleika sleppts hlýra eftir línuveiðar. Hafrannsóknastofnun hóf því rannsókn á því haustið 2020 og á síðasta ári fór starfsmaður á vegum Hafrannsóknastofnunar í um viku róður á línubát til að rannsaka þetta. Frumniðurstöður þessarar rannsóknar benda til að lífslíkur hlýra eftir að hafa verið veiddur á línu og sleppt séu talsverðar. Fyrirhugað er að halda þessari rannsókn áfram. Merktir voru 150 hlýrar í SMB 2021 og um 240 árið 2022 m.a. til að kanna lífslíkur sleppts hlýra eftir veiðar. Í SMB og SMH á árunum 2023-2025 var safnað um 100 hlýrum til að kanna lífslíkur hans eftir veiðar í botnvörpu og benda niðurstöður til að um 90 % af hlýra lifi það að að vera veiddur í botnvörpu og sleppt.