Hlýri Anarhichas minor

Ráðgjöf 2025/2026

299

tonn

Ráðgjöf 2024/2025

296

tonn

Breyting á ráðgjöf

1 %

Athugasemd: Ráðgjöfin gildir líka fyrir fiskveiðiárið 2026/2027

Birting ráðgjafar: 6. júní 2025. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli hvors fiskveiðiárs 2025/2026 og 2026/2027 verði ekki meiri en 299 tonn.

Stofnþróun

Stofnstærð er yfir aðgerðarmörkum (Itrigger) og veiðiálag er undir kjörsókn (FMSY proxy).

Hlýri. Afli eftir veiðarfærum, nýliðunarvísitala úr SMB, vísitala veiðihlutfalls og lífmassavísitala úr SMB. Lífmassavísitala í SMB: rauðar láréttar línur sýna meðallífmassavísitölur fyrir árin 2021–2023 og 2024–2025 sem eru notaðar við útreikninga ráðgjafar. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.

Stofnmat og gátmörk

Forsendur ráðgjafar

Hámarksafrakstur

Aflaregla

Ekki hefur verið sett aflaregla fyrir þennan stofn

Stofnmat

Byggt á tímaháðum breytingum í stofnmælingum

Inntaksgögn

Afli og vísitölur úr stofnmælingu botnfiska að vori (SMB)

Nálgun

Viðmiðunarmörk

Gildi

Grundvöllur

Hámarksafrakstur

Itrigger

3 363

Iloss×1.4; Iloss er skilgreint sem lægsta sögulega gildið í SMB

FMSY_proxy

1

Hlutfallslegt gildi úr LBI greiningu, þar sem gert er ráð fyrir M/K = 1.5

Lc

59

Lengd við fyrsta veiði, 50% af tíðasta gildi

LInf

136

Hámarkslengd tegundar

K

0.06

Vaxtarhraði

LF=M

78.25

0.75 x Lc + 0.25 x LInf

Horfur

Grunnur ráðgjafar fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat en til eru vísitölur sem taldar eru gefa mynd af breytingum í stofnstærð (Category 3 stocks; ICES,2025). Lífmassavísitala fyrir hlýra úr SMB er notuð til að reikna tímaháða breytingu á stofnvísitölu. Þar sem upplýsingar um lífssögulega þætti eru til staðar auk nægjanlegra lengdarmælingagagna úr afla er ráðgjöfin byggð á svokallaðri rfb-reglu Alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem gildir fyrir hvort fiskveiðiár 2025/2026 og 2026/2027.

Hlýri. Útreikningur ráðgjafar.

Ay: Ráðgjöf fyrir 2024/2025

296

Breytingar í stofni

Vísitala A (2024-2025)

3 426

Vísitala B (2021-2023)

3 315

r: Hlutfall vísitölu (A/B)

1.033

Vísitala veiðihlutfalls

Meðallengd í afla(Lmean = L2024)

80

Lengd við kjörsókn (LF=M)

78

f: Vísitala veiðihlutfalls (LF=M/Lmean)

0.972

Gátmörk

Vísitala seinasta árs (I2025)

3 575

Aðgerðarmörk vísitölu (Itrigger=Iloss*1.4)

3 363

b: Vísitala í hlutfalli við aðgerðamörk, min{I2025/Itrigger, 1}

1

Varúðarlækkun til þess tryggja hrygningarstofn fari ekki undir gátmörk (Blim) með 95 % líkum

m: Margfaldari (byggður á lífssögu)

0.95

Reiknuð ráðgjöf1)

299

Sveiflujöfnun (+20 % / -30 % borið saman við Ay, aðeins beitt ef b>1)2)

0

Ráðgjöf fyrir 2025/2026 og 2026/2027

299

% breyting á ráðgjöf3)

1

1) Ay × r × 1/f × b × m

2) min{max(0.7Ay, Ay+1), 1.2Ay}

3) Tölur í töflu eru námundaðar. Útreikningar eru gerðir með ónámunduðum tölum og því gætu reiknuð gildi ekki stemmt

Gæði stofnmats

SMB nær yfir allt veiðisvæði hlýra, vikmörk vísitalna eru lítil og sveiflur frá ári til árs litlar. Gott samræmi er milli vísitalna hlýra úr stofnmælingum botnfiska í mars (SMB) og október (SMH).

Aðrar upplýsingar

Ástand hlýrastofnsins er alvarlegt enda hafa vísitölur lífmassa og nýliðunar lækkað ár frá ári og eru nú í sögulegu lágmarki og við aðgerðamörk. Því má búast lækkun í ráðgjöf á næstu árum eða jafnvel ráðgjöf um löndunarbann, nema veiðihlutfall verði lækkað og það dugi til að snúa þróuninni við.

Rannsókn frá Kanada sýndi að lífslíkur steinbíts voru yfir 90 % ef honum var sleppt innan við tveimur tímum frá því að hann var veiddur (Grant og Hiscock, 2014). Töldu höfundar að sama ætti við um hlýra vegna þess hve líkar þessar tegundir eru. Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar hafa staðfest að svo sé fyrir hlýra sem veiddur er í botnvörpu. Rannsókn á lífslíkum hlýra eftir að hafa verið veiddur á línu og sleppt er yfirstandandi og benda þær niðurstöður sem eru komnar, að lífslíkurnar séu talsverðar.

Árið 2020 var veitt heimild til að sleppa hlýra. Brýnt er fyrir skipstjórnarmönnum að skrá fjölda fiska sem sleppt er í afladagbækur.

Ráðgjöf, aflamark og afli

Hlýri. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).

Fiskveiðiár

Tillaga

Aflamark

Afli alls

2012/2013

900

2  042

2013/2014

900

2  250

2014/2015

900

1  655

2015/2016

900

1  913

2016/2017

1  128

1  587

2017/2018

1  080

1  553

2018/2019

1  001

1  001

1  425

2019/2020

375

375

1  310

2020/2021

314

314

1  295

2021/2022

377

377

904

2022/2023

334

334

661

2023/2024

296

296

745

2024/2025

296

296

2025/2026

299

2026/2027

299

Heimildir og ítarefni

Grant, Scott M, and Wade Hiscock. 2014. Post-Capture Survival of Atlantic Wolffish (Anarhichas Lupus) Captured by Bottom Otter Trawl: Can Live Release Programs Contribute to the Recovery of Species at Risk? Fisheries Research 151: 169–76.

ICES. 2025. ICES Guidelines - Advice rules for stocks in category 2 and 3. Version 3. ICES Guidelines and Policies - Advice Technical Guidelines. 31 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.28506179

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2025. Hlýri. Hafrannsóknastofnun, 6. júní 2025. Hafrannsóknastofnun, 9. júní 2023.