| Ár | Fj. línubáta | Fj. togara | Fj. dragnótabáta | Fj. annarra veiðarfæra | Afli lína | Afli botnvarpa | Afli dragnót | Afli annarra veiðarfæra | Samtals |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 2000 | 161 | 53 | 16 | 0 | 8 687 | 3 380 | 528 | 0 | 12 595 |
| 2001 | 195 | 59 | 14 | 1 | 11 267 | 3 391 | 513 | 11 | 15 182 |
| 2002 | 140 | 44 | 13 | 0 | 7 773 | 3 735 | 601 | 0 | 12 110 |
| 2003 | 138 | 45 | 19 | 0 | 7 785 | 5 463 | 1 066 | 0 | 14 313 |
| 2004 | 103 | 34 | 29 | 0 | 4 670 | 4 773 | 1 609 | 0 | 11 052 |
| 2005 | 91 | 47 | 24 | 1 | 5 445 | 6 893 | 1 140 | 30 | 13 508 |
| 2006 | 120 | 48 | 25 | 0 | 6 626 | 6 286 | 1 149 | 0 | 14 061 |
| 2007 | 105 | 60 | 24 | 0 | 5 259 | 7 566 | 1 338 | 0 | 14 163 |
| 2008 | 87 | 60 | 22 | 3 | 4 663 | 6 960 | 1 427 | 44 | 13 093 |
| 2009 | 114 | 55 | 28 | 1 | 6 708 | 5 468 | 1 205 | 10 | 13 391 |
| 2010 | 74 | 46 | 20 | 3 | 5 916 | 4 436 | 842 | 92 | 11 286 |
| 2011 | 64 | 37 | 18 | 0 | 5 344 | 3 565 | 1 010 | 0 | 9 918 |
| 2012 | 66 | 24 | 22 | 1 | 5 328 | 2 827 | 895 | 41 | 9 091 |
| 2013 | 73 | 30 | 18 | 2 | 4 652 | 2 341 | 647 | 22 | 7 662 |
| 2014 | 70 | 23 | 13 | 1 | 3 681 | 1 637 | 891 | 11 | 6 220 |
| 2015 | 56 | 34 | 17 | 2 | 3 989 | 1 905 | 926 | 28 | 6 848 |
| 2016 | 61 | 37 | 18 | 2 | 4 848 | 1 662 | 1 127 | 25 | 7 661 |
| 2017 | 59 | 28 | 18 | 2 | 3 829 | 1 102 | 1 095 | 23 | 6 049 |
| 2018 | 60 | 37 | 27 | 6 | 4 923 | 1 587 | 2 186 | 74 | 8 770 |
| 2019 | 64 | 34 | 21 | 1 | 4 595 | 1 630 | 2 168 | 11 | 8 404 |
| 2020 | 46 | 38 | 24 | 1 | 2 491 | 2 046 | 2 040 | 11 | 6 588 |
| 2021 | 45 | 48 | 22 | 0 | 3 343 | 3 021 | 2 086 | 0 | 8 451 |
| 2022 | 40 | 48 | 23 | 0 | 2 706 | 2 986 | 2 275 | 0 | 7 967 |
| 2023 | 36 | 49 | 20 | 0 | 3 154 | 2 756 | 2 388 | 0 | 8 298 |
| 2024 | 39 | 45 | 24 | 0 | 2 612 | 2 914 | 2 900 | 0 | 8 426 |
Helstu niðurstöður
Lífmassavísitölur úr stofnmælingum eru háar og vísitala veiðistofns náði hámarki árin 2022-2023.
Nýliðunarvísitala (<40 cm) í SMB minnkaði hratt til ársins 2011 en hefur hækkað síðan og viðhaldist nokkuð stöðug.
Veiðihlutfall stofnsins er við aflareglu stjórnvalda (FMGT) og gátmörk (Fpa). Stærð hrygningarstofns er yfir aðgerðarmörkum (MGT Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).
Gögn úr stofnmælingum og veiðum benda til að steinbítsstofn við Ísland sé í jafnvægi. Þetta er einnig staðfest í stofnmatinu.
Stofnunin leggur til áframhaldandi friðun á hrygningarslóð steinbíts á Látragrunni yfir hrygningar- og klaktíma.
Almennar upplýsingar
Steinbítur er langvaxinn og hausstór fiskur með stórar vígtennur til að grípa bráð og sterka jaxla til að bryðja hana. Mest er af 50-80 cm steinbít í veiði, en stærsti steinbítur sem veiðst hefur við Ísland var 125 cm. Steinbítur er algengastur á landgrunninu norðvestur af Íslandi. Almennt eru fæðusvæði steinbíts á leir og sandbotni á minna en 100 m dýpi. Hrygningarsvæði hans eru á grófari botni með holum eða gjótum, á meira en 100 m dýpi. Sjá nánar um tegundina.
Veiðar
Steinbítur veiðist að mestu á norðvestur- og vesturhluta landgrunnsins við Ísland (Mynd 1 og Mynd 2). Hlutfall afla á norðvestursvæðinu jókst á árunum 2008 til 2015, á sama tíma og það minnkaði á vestursvæðinu. Frá árinu 2015 hafa þessi hlutföll haldist nokkuð stöðug. Aflinn á Látragrunni, helsta hrygningarsvæði steinbíts vestan við Breiðafjörð, hefur dregist saman frá árinu 2008, meðal annars vegna verndunaraðgerða á svæðinu (Mynd 2).
Um 80% af steinbítsafla er veiddur á minna en 120 m dýpi. Hlutfallið sem veiðist á 0–60 m dýpi jókst árið 2017 og hefur haldist stöðugt síðan. Aflahlutfall á 60–120 m dýpi hefur verið nokkuð stöðugt frá árinu 2000, en á 120–180 m dýpi, þar sem Látragrunn er staðsett, hefur hlutfallið farið minnkandi síðastliðinn áratug (Mynd 3).
Yfir 97% af steinbítsafla er veiddur með línu (um 40–70%), botnvörpu (20–50%) og dragnót (5–30%) (Mynd 4). Þetta hlutfall hefur verið breytilegt milli ára, en hlutfallið sem veiðist með dragnót hefur aukist á undanförnum árum (Mynd 4 og Tafla 1).
Frá árinu 2001 hefur línubátum sem lönduðu 10 tonn eða meira af steinbít á ári fækkað verulega, togurum lítillega, en dragnótabátum fjölgað. Fjöldi togara og dragnótabáta hefur sveiflast á bilinu 23–60 og 13–29, í sömu röð. Línubátum fækkaði úr 195 árið 2001 í 39 árið 2024 (Tafla 1). Á árunum 1994–1995 stóðu yfir 500 skip og bátar undir 95% af heildarafla steinbíts á Íslandsmiðum. Þeirri tölu fækkaði niður í 148 árið 2011 (Mynd 5). Þótt afli hafi minnkað, fjölgaði skipum tímabundið fram til 2014, þegar þau voru 186, en síðan hefur þeim aftur fækkað og voru 108 árið 2024.
Yfirlit gagna
Sýnataka úr afla fyrir helstu veiðarfæri er talinn ágæt (dragnót, botnvarpa og lína). Sýnasöfnun úr lönduðum afla er talin endurspegla útbreiðslu og árstíðarsveiflu í veiðum (Mynd 6 og Mynd 7).
Landaður afli og brottkast
Löndunartölur eru fengnar frá Fiskistofu og löndunartölur vegna landana norskra eða færeyskra skipa eru fengnar frá Landhelgisgæslunni. Brottkast er bannað með lögum á Íslandi. Heimildir í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu eins og tilfærsla á aflamarki milli tegunda og fiskveiðiára, eru taldar minnka hvata til brottkasts.
Gagnasöfnun úr lönduðum afla
Dregið var úr fjölda lengdar- og aldurssýna úr lönduðum afla árið 2014 (Tafla 2 og Tafla 3), en fyrir þann tíma voru u.þ.b. 1600-3000 fiskar kvarnaðir til aldurgreiningar og um 6000-14000 lengdarmældir. Á árunum 2015-2021 var safnað árlega að meðaltali kvörnum úr rúmlega 1200 steinbítum. Árið 2024 var safnað kvörnum úr 1288 steinbítum sem var safnað í 65 sýnum, 10 úr línuafla, 29 úr botnvörpuafla og 26 úr dragnótarafla (Tafla 3 og Mynd 7).
| Ár |
Botnvarpa
|
Dragnót
|
Lína
|
|||
|---|---|---|---|---|---|---|
| fj. sýna | fj. lengdarm. | fj. sýna | fj. lengdarm. | fj. sýna | fj. lengdarm. | |
| 2000 | 22 | 2 852 | 4 | 468 | 29 | 3 698 |
| 2001 | 13 | 1 806 | 3 | 376 | 33 | 4 147 |
| 2002 | 37 | 4 912 | 2 | 281 | 44 | 5 151 |
| 2003 | 36 | 4 270 | 7 | 1 251 | 42 | 6 433 |
| 2004 | 33 | 3 932 | 12 | 1 505 | 23 | 3 241 |
| 2005 | 57 | 7 732 | 16 | 1 684 | 33 | 5 089 |
| 2006 | 43 | 5 829 | 7 | 754 | 44 | 5 882 |
| 2007 | 44 | 5 935 | 17 | 1 839 | 33 | 3 963 |
| 2008 | 64 | 9 903 | 15 | 1 357 | 24 | 3 351 |
| 2009 | 52 | 8 470 | 14 | 1 674 | 33 | 4 464 |
| 2010 | 54 | 9 640 | 13 | 1 666 | 30 | 3 911 |
| 2011 | 20 | 3 015 | 12 | 1 391 | 17 | 2 524 |
| 2012 | 41 | 9 684 | 12 | 1 206 | 26 | 3 574 |
| 2013 | 20 | 3 175 | 5 | 671 | 26 | 3 711 |
| 2014 | 31 | 4 296 | 31 | 3 623 | 30 | 3 748 |
| 2015 | 20 | 2 358 | 20 | 1 984 | 26 | 3 168 |
| 2016 | 13 | 1 596 | 10 | 970 | 26 | 2 806 |
| 2017 | 9 | 956 | 6 | 633 | 24 | 2 973 |
| 2018 | 9 | 817 | 17 | 1 687 | 22 | 2 654 |
| 2019 | 12 | 1 128 | 23 | 2 349 | 23 | 2 677 |
| 2020 | 18 | 1 833 | 17 | 1 652 | 9 | 1 007 |
| 2021 | 25 | 2 987 | 15 | 1 070 | 14 | 1 277 |
| 2022 | 23 | 2 420 | 17 | 1 235 | 3 | 269 |
| 2023 | 22 | 2 365 | 25 | 2 203 | 12 | 1 039 |
| 2024 | 33 | 3 646 | 26 | 2 075 | 10 | 1 071 |
| Ár |
Lína
|
Botnvarpa
|
Dragnót
|
|||
|---|---|---|---|---|---|---|
| fj. sýna | fj. lengdarm. | fj. sýna | fj. lengdarm. | fj. sýna | fj. lengdarm. | |
| 2000 | 29 | 1 395 | 18 | 752 | 4 | 200 |
| 2001 | 27 | 1 343 | 11 | 509 | 3 | 150 |
| 2002 | 25 | 1 240 | 16 | 645 | 2 | 100 |
| 2003 | 31 | 1 525 | 20 | 899 | 6 | 300 |
| 2004 | 19 | 950 | 23 | 1 060 | 8 | 400 |
| 2005 | 15 | 746 | 25 | 1 202 | 6 | 292 |
| 2006 | 23 | 1 110 | 21 | 1 029 | 5 | 250 |
| 2007 | 18 | 900 | 25 | 1 250 | 10 | 451 |
| 2008 | 19 | 950 | 25 | 1 248 | 4 | 200 |
| 2009 | 16 | 800 | 20 | 999 | 4 | 200 |
| 2010 | 29 | 1 669 | 19 | 1 090 | 5 | 285 |
| 2011 | 14 | 750 | 15 | 778 | 9 | 550 |
| 2012 | 26 | 1 300 | 14 | 700 | 7 | 350 |
| 2013 | 25 | 1 249 | 14 | 691 | 4 | 200 |
| 2014 | 30 | 800 | 26 | 675 | 28 | 700 |
| 2015 | 25 | 625 | 19 | 479 | 19 | 474 |
| 2016 | 25 | 625 | 13 | 325 | 9 | 225 |
| 2017 | 23 | 575 | 9 | 220 | 6 | 150 |
| 2018 | 22 | 550 | 9 | 225 | 17 | 425 |
| 2019 | 22 | 550 | 11 | 276 | 20 | 500 |
| 2020 | 9 | 225 | 14 | 350 | 16 | 400 |
| 2021 | 14 | 350 | 25 | 625 | 15 | 375 |
| 2022 | 3 | 60 | 23 | 465 | 17 | 338 |
| 2023 | 12 | 240 | 21 | 420 | 25 | 499 |
| 2024 | 10 | 200 | 29 | 580 | 26 | 508 |
Lengdardreifing landaðs steinbíts
Lengdardreifinginn steinbíts úr lönduðum afla hefur haldist stöðugur frá árinu 2005 (Mynd 8).
Aldursgreindur afli
Gögn um aldurssamsetingu í afla eru til frá árinu 1978. Meðalaldur hefur hækkað síðustu ár en 9-14 ára steinbítur er nú algengastur í veiði (Mynd 9 and Mynd 10).
Þyngd eftir aldri í afla
Gögn um meðalþyngd eftir aldri úr afla eru sýnd á mynd Mynd 11. Meðalþyngdir eldri fiska í afla hafa síðustu ár verið yfir meðallagi.
Afli á sóknareiningu
Afli á sóknareiningu var metið fyrir línu (kg/1000 króka), dragnót (kg í kasti) og botnvörpu (kg/togtíma). Notuð voru gögn úr afladagbókum þar sem afli steinbíts í línulögn, togi eða kasti var meiri en 10 % af heildaraflanum og hins vegar þegar allur steinbítur var skráður í afla. Afli á sóknareiningu er reiknaður fyrir hverja aðgerð og fyrir hver ár er sýnt miðgildi allra aðgerða (Mynd 12).
Afli á sóknareiningu í botnvörpu, þar sem afli var >10 % af heildarafla, jókst frá um 138 til 300 kg/klst á árunum 2001-2005 og síðan hefur hann verið á bilinu 146-278 kg/klst (Mynd 12). Afli á sóknareiningu í dragnót þar sem afli var >10 % af heildar afla hefur aukist mjög og er nú í hæstu gildum eða kringum 650 kg í kasti. Afli á sóknareiningu á línu þar sem afli var >10 % af heildarafla hefur sveiflast á bilinu 51-140 kg/1000 krókar (Mynd 12). Á síðustu árum hefur afli á sóknareiningu í botnvörpu dregist saman, en aukist verulega í línu- og dragnótarveiðum.
Gögn um afla á sóknareiningu eru ekki notuð í stofnmati, þar sem þau endurspegla ekki þróun í stofnstærð.
Stofnmælingar
Stofnmæling botnfiska að vori (SMB) og stofnmæling botnfiska að hausti (SMH) eru leiðangrar Hafrannsóknastofnunar sem framkvæmdir eru árlega, almennt í mars (SMB) og október (SMH), sá fyrrnefndi frá árinu 1985 en sá síðarnefndi frá árinu 1996. Árið 2000 var útbreiðslusvæði stöðva í SMH aukið og árið 2011 náðist ekki að ljúka verkefninu vegna verkfalls. SMB er talið ná vel utan um útbreiðslusvæði steinbíts og er talinn betri mælikvarði en SMH á fjölda og lífmassa steinbíts (Mynd 13 og Mynd 14)
Vísitölur stofns (heildarlífmassa) og veiðistofns steinbíts lækkuðu frá 1985-1995. Árið 1996 hækkaði stofnvísitalan og var hún frekar há til ársins 1999, fór síðan lækkandi. Vísitalan var í sögulegu lágmarki á árunum 2010-2012, en hefur síðan farið hækkandi (Mynd 13). Vísitala veiðistofns hefur almennt farið hækkandi frá árinu 1995 en þó með miklum sveiflum. Nýliðunarvísitalan var há á árunum 1992-2003, en byrjaði að lækka eftir aldamótin á sama tíma og steinbítsveiðar togara á Látragrunni, helsta hrygningarsvæði steinbíts við Ísland, jukust á hrygningar- og klaktíma steinbíts. Nýliðunarvísitalan náði sögulegu lágmarki árið 2011 en hefur síðan farið hægt hækkandi. Í október árið 2010 var svæðið sem er friðað á Látragrunni á hrygningar- og klaktíma steinbíts stækkað úr 500 km2 í 1000 km2. Hækkun nýliðunarvísitölunnar frá árinu 2011 er líklega afleiðing af friðun steinbíts á Látragrunni og stækkun hrygningarstofns vegna minna veiðiálags.
Þegar SMB er framkvæmt í mars er steinbítur almennt á fæðusvæðum sínum, en þau eru á grunnslóð nálægt landi (Mynd 14). Mesti þéttleiki steinbíts í SMB hefur alltaf mælist við norðvestanvert landið (Mynd 15). Í SMH veiðist steinbítur almennt á meira dýpi en í SMB. SMH fer fram á hrygningartíma steinbíts, en almennt eru hrygningarsvæði steinbíts á meira dýpi en fæðusvæði hans. Frá árinu 2000 hefur mesti þéttleiki steinbíts alltaf mælst norðvestur og vestur af landinu, en aðalhrygningarsvæði steinbíts á Látragrunni er norðarlega á vestursvæði (Mynd 14 og Mynd 15). Í stofnmælingunum er stór hluti steinbítsstofnsins við norðaustanvert landið, einkum á árunum frá 1996-1998 meðan lítill hluti aflans er veiddur á þessu svæði (Mynd 2). Undanfarin 15 ár hefur lengdardreifing steinbíts Í SMB orðið tvítoppa og má það rekja til svæðabreytinga þar sem minni steinbít er að finna fyrir norðaaustan land (Mynd 16).
Stofnþyngdir eftir aldri
Meðalþyngdir eftir aldri úr leiðöngrum eru sýndar á Mynd 18. Stofnþyngdir stofnmats eru fengnar úr vorleiðangri (SMB) og notaðar til að reikna meðalþyngdir eftir aldri í hrygningarstofni. Stofnþyngdir hafa verið yfir meðaltali undanfarin ár.
Kynþroski eftir aldri
Greining kynþroskastigs er áreiðanlegri hjá hrygnum en hængum og því hrygningarstofn í stofnmati eingöngu byggður á kynþroska hrygnum. Eingöngu er byggt á hrygnum sem veiddar voru í haustmælingum (SMH) og í afla frá júní – desember. Samkvæmt þeim gögnum verður ~50% hrygna kynþroska nálægt 60 cm og/eða um 10 ára aldur en er mjög breytilegt og erfitt að mæla. Hlutfall kynþroska eftir aldri hefur aukist undanfarin 20 ár hjá flestum aldurshópum (Mynd 19 og Mynd 20).
Stofnmat
Árið 2022 varð steinbítur við Ísland hluti af ráðgjafarferli Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) eftir að viljayfirlýsing á milli Íslands og ICES var undirrituð þann 1. desember 2019 þar sem óskað var eftir mat yrði lagt á aflareglur fyrir keilu, löngu, steinbít og skarkola. Á rýnifundi vegna aflareglna í apríl 2022 var samþykkt að nota SAM líkan við stofnmat steinbíts (ICES 2022a).
Mat á ástandi steinbítsstofnsins byggir á tölfræðilegu aldursaflalíkani (SAM) sem byggir á fjórum gagnastoðum sem lýst er hér að ofan. Þær eru aldursgreinar vísitölur úr SMB frá 1985 og SMH frá 2000 (Mynd 17), aldurgreindur afli 1979-1980 og 1998-2024 (Mynd 9) og landaður afli frá 1981-1997. Afla- og stofnþyngdir koma úr sýnatöku úr afla og SMB. Kynþroski eftir aldri byggður á gögnum úr SMH og afla síðari hluta árs. Fyrir tímabilið 1979-1985, þ.e.a.s. áður en SMB hófst, eru stofnþyngdir sett það sama og árið 1985. SMH hófst árið 1996 og kynþroskahlutfall fyrir þann tíma byggir eingöngu á gögnum úr afla síðari hluta árs. Náttúrulegur dauði (M) er settur sem 0.15 fyrir alla aldurshópa. Nánari lýsingu á stofnmatsaðferðinni má finna í stofnviðauka Alþjóðahafrannsóknaráðsins um steinbít (ICES 2022b).
Greining á niðurstöðum stofnmats
Niðurstöður og samsvörun líkans við afla eftir aldri og fjölda eftir aldri úr leiðöngrum eru sýnd á Mynd 21. Líkanið fellur ágætlega að aldursgreindum gögnum úr afla og SMB en síður að SMH vísitölum. Leifar og ferilfrávik sýna alls kyns blokkir en ekkert greinanlegt mynstur (Mynd 22 and Mynd 23).
Niðurstöður stofnmats
Niðurstöður stofnmats sýna að hrygningarstofn stækkaði mikið frá 1979-1988 en minnkaði eftir það til ársins 1994. Síðan þá hefur hrygningastofninn hækkað stöðugt. Hluti af hækkuninni er vegna hækkaðs kynþroskahlutalls og meðalþyngda. Vísitölur úr SMB (Mynd 13) sýna því til stuðnings að síðan 1994 hafi orðið raunveruleg auking á stærri fiski (60+, 80+). Nýliðun var hæst árið 1994, lækkaði eftir það til ársins 2012 en hefur hækkað eftir það. Fiskveiðidauði á stærri fiski (10-15 ára) hefur lækkað frá árinu 1992 (Mynd 24).
Endurlitsgreining
Niðurstöður endurlitsgreiningar eru sýndar á Mynd 25. Greiningin sýnir nokkuð stöðugt mat í seinustu fjórum lögunum. Mohn´s rho var metið -0.06 hjá hrygningarstofni, 0.097 fyrir fiskveiðidauða og -0.045 fyrir nýliðun. Gilin eru vel innan viðunandi marka.
Viðmiðunarpunktar
Aflaregla fyrir steinbít var metin árið 2022 (WKICEMP, ICES 2022), og í samræmi við þá vinnu voru eftirfarandi viðmiðunarpunktar skilgreindir fyrir stofninn:
| Rammi | Viðmiðunarpunktar | Gildi | Tæknileg.atriði |
|---|---|---|---|
| Hámarksafrakstur | MSY Btrigger | 21000 | Bpa |
| FMSY | 0.2 | Slembihermun (EqSim) með sundurliðuðu aðhvarfi fest á Blim. | |
| Varúðarnálgun | Blim | 18500 | Bloss (Hrygningarstofn árið 2002) |
| Bpa | 21000 | Blim x e1.645 * σB | |
| Flim | 0.33 | Fiskveiðidauði sem í stókatísku jafnvægi mun leiða til miðgildis hrygningarstofns við Blim. | |
| Fpa | 0.2 | Hámarksgildi fiskveiðidauða þar sem líkur eru á að hrygningarstofn fari niður fyrir Blim eru <5 % | |
| Aflaregla | MGT Btrigger | 21000 | Samkvæmt aflareglu |
| FMGT | 0.2 | Samkvæmt aflareglu |
Aflaregla fyrir steinbít við Ísland
Ráðgjöf fyrir fiskveiðiár y/y+1 (1. september af ári y til 31. ágúst af ári y+1) byggir á fiskveiðidauða Fmgt = 0.20 fyrir aldur 10-15 ára aðlagað að hlutfalli SSB\(_{y}\)/MGT B\(_{trigger}\)r þegar SSB\(_y\) < MGT B\(_{trigger}\). Ráðgjöf miðar þannig að háum afrakstri á sama tíma og hún byggir á varúðarnálgun þar sem hún hefur í för með sér minni en 5 % líkur á að SSB < B\(_{lim}\) til miðlungs- og langs tíma. WKICEMP (ICES 2022) ályktaði að aflareglan byggi á varúðarnálgun og sé í samræmi við ráðgjafarreglu Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem leiðir til hámarksafraksturs til lengri tíma litið.
Stöðumat ráðgjafar
Minni fiskveiðidauði hefur leitt til hægt vaxandi veiðistofns og hrygningarstofns. Steinbítur vex hægt og verður kynþroska gamall; þess vegna er mikilvægt að viðhalda þeirri friðun sem þegar er á hrygningarsvæði steinbíts og jafnvel auka hana. Eins og minnst var á hér að framan eru miklar líkur á að friðunin hafi skilað árangri. Mikilvægt er að flgjast með hvar smár steinbítur fyrirfinnist, bæði í veiði og útbreiðslusvæði SMB og SMH, í þeim mæli að friðun á því sé réttlætanleg. Stofnmat, sem og gögn frá veiðum og stofnmælingum, benda til að ástand steinbíts við Íslandi sé gott.
Stöðumat vistfræðiþekkingar
Mest veiðist af steinbít fyrir norðvestan og vestan land eða þar sem steinbítur vex hraðar en t.d. steinbítur norðaustur af landinu, væntanlega vegna hærri sjávarhita (Gunnarsson o. fl., 2006). Steinbítur sýnir mikla tryggð við hrygningarsvæði við Ísland þannig að stofninn gæti verið samsettur af stofneiningum sem eru að einhverju leyti erfðafræðilega ólíkar (Gunnarsson o.fl., 2019). Þrátt fyrir stöðugan lífmassa, gæti mikil sókn á vissu svæði gengið nærri slíkum stofneiningum og rýrt þar með erfðamengi steinbíts við Ísland.
Fiskveiðistjórnun
Matvælaráðuneytið er ábyrgt fyrir stjórnun fiskveiða á hafsvæðinu við Ísland og innleiðingu laga um fiskveiðistjórnun. Ráðuneytið setur reglur um veiðar í atvinnuskyni fyrir hvert fiskveiðiár (frá 1. september til 31. ágúst), þ.m.t. úthlutun fiskveiðiheimilda fyrir hvern fiskistofn sem lýtur slíkri stjórn. Steinbítur hefur verið hluti af fiskveiðistjórnunarkerfinu síðan fiskveiðiárið 1996/1997. Frá þeim tíma til fiskveiðiársins 2004/2005 var veiðin að meðaltali 5 % meiri en ráðlagður afli, þó sum ár væri hann minni. Á fiskveiðárunum 2005/2006 til 2011/2012 var árleg veiði að meðaltali um 34 % umfram ráðlagðan afla Hafrannsóknastofnunar (Mynd 26). Helstu ástæður fyrir þessari veiði umfram ráðgjöf voru að aflamark var talsvert hærra en ráðlagður afli og umtalsvert magn af aflamarki annara fisktegunda var breytt í steinbít þ.e. tilfærsla milli tegunda. Fyrir utan þessi fiskveiðiár hefur tegundatilfærsla verið minni er 15 % (Mynd 27).
Heimildir
Gunnarsson, Á., Hjörleifsson, E., Thórarinsson, K., Marteinsdóttir, G., 2006. Growth, maturity and fecundity of wolffish Anarhichas lupus L. in Icelandic waters. Journal of Fish Biology, 68, 1158-1176. doi: 10.1111/j.1095- 8649.2006.00990.
Gunnarsson, Á., Sólmundsson, J., Björnsson, H., Sigurðsson, G., Pampoulie, C., 2019. Migration pattern and evidence of homing in Atlantic wolffish (Anarhichas lupus). Fisheries Research, 215. https://doi.org/10.1016/j.fishres.2019.03.001
ICES. 2022a. Workshop on the evaluation of assessments and management plans for ling, tusk, plaice and Atlantic wolffish in Icelandic waters (WKICEMP). ICES Scientific Reports. 4:37. 271 pp. http://doi.org/10.17895/ices.pub.19663971
ICES. 2022b. Stock Annex: Atlantic wolffish (Anarhichas lupus) in Division 5.a (Iceland grounds). ICES Stock Annexes. 32 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.22819988