KEILA Brosme brosme

Ráðgjöf 2025/2026

7 451

tonn

Ráðgjöf 2024/2025

5 914

tonn

Breyting á ráðgjöf

26 %

Athugasemd: Ráðgjöfin gildir fyrir svæðið Ísland (ICES svæði 5.a) og Austur-Grænland (ICES svæði 14).

Birting ráðgjafar: 6. júní 2025. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.


Ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðið leggja til, í samræmi við aflareglu íslenskra stjórnvalda, að afli fiskveiðiárið 2025/2026 verði ekki meiri en 7 451 tonn. Hafrannsóknastofnun leggur til áframhaldandi bann við veiðum á uppvaxtarsvæðum keilu við suður- og suðausturland (Reglugerð Nr. 961/2019).

Stofnþróun

Veiðihlutfall er undir aflareglu stjórnvalda (FMGT), gátmörkum (Fpa) og varúðarmörkum (Flim). Stærð hrygningarstofns er yfir aðgerðarmörkum (MGT Btrigger), gátmörkum (Bpa) og varúðarmörkum (Blim).

Keila. Afli á Íslandsmiðum (Ísland og aðrar þjóðir) og við Grænland, nýliðun (1 árs), meðal veiðidánartala 7-10 ára, og lífmassi hrygningarstofns. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.

Stofnmat og gátmörk

Forsendur ráðgjafar

Aflaregla

Aflaregla

Ráðgjöf byggir á fiskveiðidánartölu FMGT = 0.23 fyrir 7–10 ára og er margfaldað með SSBy / MGT Btrigger þegar SSBy < MGT Btrigger. Þegar aflareglunni er beitt vænta þess fiskveiðidánartala sveiflist milli 0.15 og 0.31.

Stofnmat

Tölfræðilegt aldurs-aflalíkan (SAM)

Inntaksgögn

Aldurs og lengdargögn úr afla og stofnmælingum (SMB, SMH og SMN) og heildarafli.

Nálgun

Viðmiðunarmörk

Gildi

Grundvöllur

Aflaregla

MGT Btrigger

4 800

Samkvæmt aflareglu

FMGT

0.23

Samkvæmt aflareglu

Hámarksafrakstur

MSY Btrigger

4 800

Byggt á Bpa

FMSY

0.23

Leiðir til hámarksafraksturs til lengri tíma, byggt á slembihermunum (EqSim).

Varúðarnálgun

Blim

3 400

Lægsta SSB gildið (2016) með háa nýliðun

Bpa

4 800

Blim x e^1.645 * 0.2^

Fpa

0.23

Fp05, hámarks F þar sem líkur á því SSB fari niður fyrir Blim eru <5 %

Horfur

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sett aflareglu fyrir keilu, sem síðast var uppfærð árið 2025. Samkvæmt aflareglunni er veiðidánaratala komandi fiskveiðiárs (FY/Y+1), sem hefst 1. september úttektarárið Y og líkur 31. ágúst ráðgjafarárið Y+1, ákvarðuð á eftirfarandi hátt:

\[ \text{F}_{Y⁄Y+1}=\text{min}\left(\frac{\text{SSB}_Y}{\text{MGT B}_{trigger}} ,1\right) \text{F}_{mgt} \]

Afli seinustu fjóra mánuði ársins Y (september til desember) er veiðidánartala ársins Y sett sem:

\[ \text{F}_Y=\frac{2}{3}\text{F}_{SQ} + \frac{1}{3}\text{F}_{MGT} \]

Fyrir árið Y+1 er F(Y⁄Y+1) is notað. Að lokum er aflamarkið (TACY⁄Y+1) reiknað á eftirfarandi hátt:

\[ \text{TAC}_{Y⁄Y+1}=\frac{1}{3}C[\text{F}_Y]+ \frac{2}{3} C[\text{F}_{Y/Y+1}] \]

þar sem aflinn (C[.]) er reiknaður samkvæmt aflajöfnu Baranovs byggt á tilsvarandi gildum á lífmassa, náttúrulegri dánartölu og veiðidánartölu hvert ár.

Keila Forsendur fyrir stofnmatsárið og í framreikningum.

Breyta

Gildi

Athugasemdir

F7-10­ára (2025)

0.18

Gerir ráð fyrir óbreyttu F (meðaltal síðustu þriggja ára) fyrir 1. janúar–31. ágúst 2025 og FMGT fyrir 1. september–31. desember 2025; í tonnum

Hrygningarstofn (2026)

11 620

Skammtímaspá; í tonnum

Nýliðun 1 árs (2026)

32 507

Meðaltal seinustu 10 ára stofnmatsins; í þúsundum

Nýliðun 1 árs (2027)

32 507

Meðaltal seinustu 10 ára stofnmatsins; í þúsundum

Afli (2025)

5 045

Byggt á F7–10­ára (2025); í tonnum.

Keila. Áætluð þróun stofnstærðar (tonn) miðað við veiðar samkvæmt aflareglu.

Grunnur

Afli (2025/2026)

Veiðidánartala (2025/2026)

Hrygningarstofn (2027)

% Breyting á hrygningarstofni1)

% Breyting á ráðgjöf2)

Aflaregla

7 451

0.23

12 550

8

26

1) Hrygningarstofn árið 2027 miðað við hrygningarstofn 2026

2) Ráðlagt aflamark fyrir 2025/2026 miðað við ráðlagt aflamark 2024/2025 (5914 t)

Ráðgjöfin fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 er hærri er ráðgjöfin 2024/2025 vegna aukningar í stofnstærð.

Gæði stofnmats

Niðurstöður stofnmatsins árið 2025 eru í samræmi við niðurstöðurnar árið 2024.

Keila. Núverandi stofnmat (rauð lína) borið saman við stofnmat áranna 2021–2024. Stofnmatsaðferðin var endurskoðuð 2021 og því ætti stofnmat áranna frá 2022 að vera borið saman við viðmiðunarpunkta. Fyrir endurskoðunina var nýliðun metin við 3 ára aldur og því ekki sýnt.

Aðrar upplýsingar

Seinni ár hefur orðið aukning á keiluafla við Grænland og haldi þær veiðar áfram þarf að tryggja sýnatöku úr afla við Grænland til að gögnin séu lýsandi fyrir allan stofninn. Rannsóknaleiðangrar Náttúrufræðistofnunar Grænlands hafa leitt í ljós að útbreiðsla keilu við Grænland nær frá íslensku landhelginni og meðfram landgrunninu suður að 62°00ˈ N. Magn keilu við Austur-Grænland er þó ekki þekkt.

Ráðgjöf, aflamörk og afli

Keila. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn). Athugið að afli og aflamark á Íslandsmiðum miðast við fiskveiðiár en afli á öðrum miðum miðast við almanaksár.

Fiskveiðiár

Tillaga

Aflamark fyrir Ísland

Afli Íslendinga á Íslandsmiðum

Afli annarra þjóða á Íslandsmiðum

Afli alls á Íslandsmiðum

Afli við Austur-Grænland3)

Aflamark við Austur-Grænland3)

2010/2011

6  000

6  000

6  235

1  898

6  235

175

2011/2012

6  900

6  900

5  983

1  606

5  983

253

2012/2013

6  700

6  700

5  555

1  336

5  569

427

2013/2014

6  300

6  300

4  850

1  360

5  438

254

2014/2015

4  000

4  000

4  136

1  304

5  440

1  599

1  500

2015/2016

3  440

3  440

3  221

900

4  121

606

1  500

2016/2017

3  780

3  780

1  689

729

2  418

781

1  500

2017/2018

4  3701)

4  370

2  200

885

3  085

681

1  500

2018/2019

3  7761)

3  776

2  453

778

3  231

565

1  500

2019/2020

3  8561)

3  856

2  460

781

3  241

225

1  500

2020/2021

2  2891)

2  289

2  192

757

2  949

702

1  500

2021/2022

2  1721)

2  172

1  918

503

2  421

681

1  500

2022/2023

4  4642)

4  464

2  421

640

3  061

765

1  500

2023/2024

5  1392)

5  139

1  592

784

2  376

940

1  500

2024/2025

5  9142)

5  914

2025/2026

7  4512)

1) 13 % aflaregla

2) FMGT = 0.23

3)Almannaksár (seinna árið á fiskveiðiári)

Heimildir og ítarefni

ICES. 2022. Workshop on the evaluation of assessments and management plans for ling, tusk, plaice and Atlantic wolffish in Icelandic waters (WKICEMP). ICES Scientific Reports. 4:37. 271 pp. http://doi.org/10.17895/ices.pub.19663971

Reglugerð nr. 961/2019 um takmarkanir við veiðum með línu á djúpslóð (2019). Útgefin af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sótt 8. maí 2925 af https://www.stjornartidindi.is

Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2024. Keila. Hafrannsóknastofnun, 7. júní 2024.