LÝSA Merlangius merlangus
Birting ráðgjafar: 6. júní 2025. Útgefið af Hafrannsóknastofnun.
Ráðgjöf
Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli fiskveiðiárið 2025/2026 verði ekki meiri en 1 100 tonn.
Stofnþróun
Stofnstærð er yfir aðgerðarmörkum (Itrigger) og veiðiálag er undir kjörsókn (FMSY proxy).
Lýsa. Afli eftir veiðarfærum, nýliðunarvísitala (≤20 cm) úr SMB, vísitala veiðihlutfalls og lífmassavísitala (≥40 cm) úr SMB. Skyggð svæði og öryggisbil sýna 95 % öryggismörk.
Stofnmat og Gátmörk
Forsendur ráðgjafar | Hámarksafrakstur |
Aflaregla | Ekki hefur verið sett aflaregla fyrir þennan stofn |
Stofnmat | Byggt á tímaháðum breytingum í stofnmælingum |
Inntaksgögn | Afli og vísitölur úr stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) |
Nálgun | Viðmiðunarmörk | Gildi | Grundvöllur |
|---|---|---|---|
Hámarksafrakstur | Itrigger | 1.81 | Iloss×1.4; Iloss er skilgreint sem lægsta vísitalan í SMB 1985–1999;Iloss×1.4 |
FMSY proxy | 0.17 | Meðaltal af hlutfalli afla og lífmassavísitölu fyrir þau ár þar sem veiðiálag er undir viðmiðunarmörkum (f > 1, þar sem f = meðallengd í ár/ LF=γM,K=ϴM byggt á Lc (lengd þegar fiskurinn fer að veiðast), sem er breytilegt milli ára. |
Horfur
Grunnur ráðgjafar fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir stofna þar sem ekki er hægt að framkvæma tölfræðilegt stofnmat en til eru vísitölur sem taldar eru gefa mynd af breytingum í stofnstærð (ICES, 2025). Ráðgjöfin byggir því á svokallaðri chr-reglu. Lífmassavísitala fyrir lýsu 40 cm og stærri úr SMB er margfölduð með vísitölu veiðiálags við hámarksafrakstur (FMSY,proxy), gátmörk vísitölu í hlutfalli við aðgerðarmörk (b) og margfaldara byggðum á lífssögu (m). Sveiflujöfnun var beitt þar sem aukning frá síðustu ráðgjöf er meiri en 20 %.
Lýsa. Útreikningur ráðgjafar.
Ay: Ráðgjöf fyrir 2024/2025 | 1 571 |
Lífmassavísitala | |
Vísitala (I2025) | 11 543 |
Vísitala veiðihlutfalls | |
FMSY proxy: Veiðiálag miðað við hámarksafrakstur (meðaltal afla í hlutfalli við lífmassavísitölu fyrir ár þar sem f>1, þar sem f = Lmean/ LF = γM,K = ϴM ) | 0.173 |
Gátmörk | |
Aðgerðarmörk vísitölu (Itrigger=Iloss*1.4) | 1 812 |
b: Vísitala í hlutfalli við aðgerðamörk, min{I2025/Itrigger, 1} | 1 |
Varúðarlækkun til þess að tryggja að hrygningarstofn fari ekki undir gátmörk (Blim) með 95 % líkum | |
m: margfaldari (byggður á lífssögu) | 0.5 |
Reiknuð ráðgjöf1) | 999 |
Sveiflujöfnun (+20 % / -30 % borið saman við Ay, aðeins beitt ef b>1)2) | 1 |
Ráðgjöf fyrir 2025/2026 | 1 100 |
% breyting á ráðgjöf3) | -30 |
1) A~y+1~ = I~y~ × F~MSY proxy~ × b × m, takmarkað með sveiflujöfnun | |
2) min{max(0.7Ay, Ay+1), 1.2Ay} | |
3) Tölur í töflu eru námundaðar. Útreikningar eru gerðir með ónámunduðum tölum og því gætu reiknuð gildi ekki stemmt | |
Ráðlagt aflamark fyrir komandi fiskveiðiár lækkar vegna þess vísitala stofnstærðar hefur lækkað.
Gæði stofnmats
Stofnmæling botnfiska í mars (SMB) nær yfir allt veiðisvæði lýsu.
Aðrar upplýsingar
Nýliðun mældist lítil árin 2009–2014 en hefur aukist síðan.
Ráðgjöf, aflamark og afli
Lýsa. Tillögur um hámarksafla, ákvörðun stjórnvalda um aflamark og afli (tonn).
Fiskveiðiár | Tillaga | Aflamark | Afli alls |
|---|---|---|---|
2019/2020 | 836 | 607 | |
2020/2021 | 1 003 | 844 | |
2021/2022 | 1 137 | 826 | |
2022/2023 | 1 091 | 1 252 | |
2023/2024 | 1 309 | 720 | |
2024/2025 | 1 571 | ||
2025/2026 | 1 100 |
Heimildir og ítarefni
ICES. 2025. ICES Guidelines - Advice rules for stocks in category 2 and 3. Version 3. ICES Guidelines and Policies - Advice Technical Guidelines. 31 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.28506179
Stofnmatsskýrslur Hafrannsóknastofnunar 2025. Lýsa. Hafrannsóknastofnun, 6. júní 2025.