| Ár |
Botnvarpa
|
Dragnót
|
Lína
|
Önnur veiðarfæri
|
Heild
|
||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Fjöldi báta | Afli | Fjöldi báta | Afli | Fjöldi báta | Afli | Fjöldi báta | Afli | Afli | |
| 2000 | 164 | 23 300 | 117 | 3 101 | 479 | 13 089 | 504 | 1 740 | 41 230 |
| 2001 | 146 | 22 034 | 91 | 3 036 | 447 | 11 982 | 631 | 2 050 | 39 102 |
| 2002 | 144 | 30 377 | 91 | 3 596 | 417 | 13 638 | 548 | 1 990 | 49 601 |
| 2003 | 136 | 36 239 | 96 | 4 804 | 435 | 17 284 | 550 | 1 664 | 59 991 |
| 2004 | 131 | 50 722 | 95 | 8 095 | 449 | 23 198 | 656 | 1 787 | 83 802 |
| 2005 | 126 | 53 046 | 90 | 10 493 | 449 | 30 767 | 488 | 1 573 | 95 879 |
| 2006 | 116 | 45 968 | 93 | 12 709 | 436 | 36 237 | 416 | 1 217 | 96 131 |
| 2007 | 109 | 57 033 | 94 | 12 869 | 407 | 37 199 | 345 | 1 080 | 108 181 |
| 2008 | 102 | 51 228 | 91 | 16 457 | 362 | 33 051 | 311 | 944 | 101 680 |
| 2009 | 98 | 39 078 | 81 | 15 182 | 335 | 26 571 | 448 | 608 | 81 439 |
| 2010 | 94 | 29 341 | 67 | 10 138 | 279 | 23 916 | 623 | 475 | 63 870 |
| 2011 | 95 | 20 718 | 54 | 6 866 | 278 | 21 175 | 630 | 473 | 49 232 |
| 2012 | 98 | 20 469 | 56 | 6 048 | 289 | 18 722 | 699 | 473 | 45 712 |
| 2013 | 95 | 18 829 | 65 | 4 955 | 282 | 19 197 | 702 | 398 | 43 379 |
| 2014 | 84 | 13 438 | 47 | 3 776 | 283 | 15 598 | 654 | 329 | 33 141 |
| 2015 | 83 | 17 337 | 50 | 4 327 | 257 | 16 432 | 607 | 360 | 38 456 |
| 2016 | 82 | 17 045 | 53 | 4 456 | 237 | 14 927 | 580 | 321 | 36 749 |
| 2017 | 80 | 16 456 | 53 | 4 539 | 210 | 14 447 | 531 | 343 | 35 785 |
| 2018 | 71 | 26 639 | 58 | 5 585 | 194 | 15 190 | 494 | 336 | 47 750 |
| 2019 | 69 | 35 947 | 43 | 6 237 | 183 | 14 650 | 493 | 302 | 57 136 |
| 2020 | 73 | 32 005 | 42 | 5 079 | 149 | 16 189 | 536 | 278 | 53 551 |
| 2021 | 82 | 35 961 | 46 | 5 338 | 142 | 14 541 | 532 | 264 | 56 104 |
| 2022 | 73 | 39 003 | 57 | 3 929 | 115 | 13 830 | 513 | 243 | 57 005 |
| 2023 | 76 | 44 869 | 60 | 6 599 | 97 | 17 589 | 607 | 304 | 69 361 |
| 2024 | 79 | 57 706 | 37 | 8 757 | 89 | 16 817 | 594 | 265 | 83 545 |
Helstu niðurstöður
Lífmassi í stofnmælingum jókst jafnt og þétt frá árinu 2011 og náði hámarki á árunum 2023–2025 sem er nærri hámarki áranna 2003–2006.
Nýliðunargögn benda til þess að núverandi hámark sé vegna aukinnar nýliðunar áranna 2020–2022. Nýliðun áranna 2023 og 2024 er hins vegar undir meðaltali síðasta áratugs, en fyrstu mælingar benda til að 2025 árgangurinn sé við meðaltal. Því er líklegt að stærð ýsustofnsins minnki á næstu árum.
Lengdardreifingar hafa verið stöðugar síðasta áratuginn, sem bendir til reglulegrar nýliðunar, og hlutfall stórrar ýsu í stofninum hefur aukist.
Stofnmatið bendir til þess að stofnstærð ýsu sé sú hæsta sem mælst hefur síðan árið 1979, en matið er þó háð talsverðri óvissu.
Veiðihlutfall hefur verið nálægt markmiðum aflareglu seinasta áratug.
Inngangur
Ýsa á Íslandsmiðum (Melanogrammus aeglefinus) er tiltölulega stór stofn og einskorðast að mestu við landgrunnið á um 10–200 m dýpi. Hún er algengust í hlýja sjónum fyrir sunnan og vestan land og hrygning er mest suður af landinu. Á hlýskeiðum hefur stór hluti ókynþroska ýsu fundist norður af landinu og á þessari öld hefur stærri hluti veiðistofnsins haldið sig norður af landinu, samanborið við síðustu tvo áratugi seinustu aldar.
Sjá nánar um líffræði ýsu.
Veiðar
Veiðar á ýsu hafa lítið breyst seinasta áratuginn, en þó hefur fjölda báta sem veiða 95 % aflans fækkað (Mynd 1 og Tafla 1). Um 250 línubátar, 60 togarar og 40 dragnótabátar skrá nú afla ýsu. Mest af ýsu er veidd í botnvörpu. Hlutfall ýsuafla í botnvörpu féll úr um 70 % í kringum 1995 í um 45 % árið 2017, en hefur aukist aftur síðan. Á sama tíma hefur hlutfall ýsu sem veidd er á línu hækkað úr um 15 % á árunum 1995-2000 í um 40 % á árunum 2011–2017, en hefur lækkað nokkuð síðan. Hlutfall ýsuafla sem fæst í dragnót hefur hins vegar verið nokkuð stöðugt, eða um 15 %. Um 2 % aflans hafa í seinni tíð verið veidd í önnur veiðarfæri, mest í net. Á tíunda áratug síðust aldar var hlutfallið sem veitt var í net um 10–30 % en hefur dregist saman í takti við minni sókn netabáta (Mynd 2).
Ýsa, sem veidd er af íslenskum fiskiskipum fæst að stærstum hluta á dýpi minna en 200 m (Mynd 3). Helstu ýsumið eru suður, suðvestur og vestur af landinu (Mynd 4 og Mynd 5). Töluverð aukning var á afla norður og norðaustur af landinu á árunum 2003–2005 og hefur hlutfall ýsuafla þar haldist hátt síðan.
Aflaþróun
Áætlað er að árið 2024 hafi ýsuaflinn verið 85177 þúsund tonn (Mynd 6). Í seinni tíð fór aflinn mest í um 100 þúsund tonn á árunum 2005–2008, sem er nærri hæstu aflatölum sjöunda áratugar seinustu aldar, en hefur síðan lækkað niður í svipuð gildi og á árunum 1975–2000.
Afli erlendra fiskiskipa var áður talsverður hluti af heildarafla ýsu á Íslandsmiðum en eftir stækkun íslensku lögsögunnar hefur afli erlendra skipa verið hverfandi. Undanfarin ár hafa það aðallega verið færeysk skip sem veitt hafa ýsu og var afli þeirra 1442 tonn árið 2024.
Yfirlit gagna
Sýnataka úr afla helstu veiðarfæra (dragnót, lína og botnvarpa) er almennt góð. Sýnatakan fylgir að mestu útbreiðslu og árstíðasveiflu veiðanna ( Mynd 7 og Mynd 8).
Landanir og brottkast
Allar skráðar landanir frá Íslandsmiðum fyrir árið 1966, sem og landanir erlendra fiskiskipa til og með árinu 2014, eru skráðar í STATLANT löndunargrunn Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Landanir innlendra fiskiskipa frá árinu 1966 eru skráðar af Fiskistofu (áður Fiskifélagið).
Þó að brottkast sé bannað í botnfiskveiðum á Íslandsmiðum er það þó talið eiga sér stað. Byggt á mati á lengdarháðu brottkasti árin 2001–2018, þar sem gert er ráð fyrir að smáfiski sé frekar hent en stærri fiski, hefur hlutfall brottkasts á ýsu af heildarafla verið lítið seinni ár (<3% bæði í þyngd og í fjölda, Mynd 9 - sjá nánar í MRI (2016)). Til þess að lágmarka líkur á brottkasti hafa útgerðir möguleika á því að landa undirmáli utan kvóta, að því gefnu að ágóðinn fari í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Að auki er möguleiki á því flytja kvóta milli tegunda.
Lengdardreifing landaðrar ýsu
Tafla 2 sýnir fjölda sýna og lengdarmælinga sem safnað er úr afla. Lengdardreifing ýsu úr afla eftir árum er sýnd á Mynd 10. Stærðarsamsetning afla á línu og í botnvörpu virðist nokkuð stöðug, að mestu ýsa milli 40 og 70 cm. Ýsa veidd í net er stærri, en stærðasamsetningin er breytilegri eftir því sem hlutfall stærri fisks er hærra í stofninum.
| Ár |
Botnvarpa
|
Dragnót
|
Lína
|
|||
|---|---|---|---|---|---|---|
| Fjöldi sýna | Fjöldi lengdarmælinga | Fjöldi sýna | Fjöldi lengdarmælinga | Fjöldi sýna | Fjöldi lengdarmælinga | |
| 2000 | 344 | 66 143 | 21 | 3 114 | 88 | 14 393 |
| 2001 | 359 | 71 914 | 26 | 4 098 | 168 | 30 110 |
| 2002 | 467 | 85 869 | 47 | 7 644 | 212 | 32 425 |
| 2003 | 422 | 71 509 | 75 | 7 094 | 210 | 31 239 |
| 2004 | 503 | 82 474 | 75 | 10 416 | 252 | 35 405 |
| 2005 | 514 | 94 529 | 102 | 14 880 | 375 | 53 472 |
| 2006 | 500 | 74 627 | 241 | 29 862 | 747 | 75 392 |
| 2007 | 837 | 102 155 | 515 | 34 922 | 531 | 87 737 |
| 2008 | 813 | 83 284 | 389 | 29 477 | 572 | 88 920 |
| 2009 | 630 | 56 466 | 349 | 35 176 | 406 | 63 817 |
| 2010 | 470 | 59 477 | 265 | 19 727 | 344 | 56 681 |
| 2011 | 357 | 53 462 | 204 | 8 494 | 237 | 43 200 |
| 2012 | 349 | 41 424 | 191 | 10 270 | 306 | 60 842 |
| 2013 | 267 | 34 357 | 92 | 2 597 | 237 | 43 132 |
| 2014 | 155 | 13 731 | 51 | 3 157 | 217 | 37 035 |
| 2015 | 187 | 26 101 | 92 | 2 816 | 222 | 41 594 |
| 2016 | 163 | 21 500 | 132 | 2 540 | 202 | 37 492 |
| 2017 | 200 | 23 387 | 151 | 6 417 | 232 | 42 360 |
| 2018 | 134 | 21 780 | 94 | 5 611 | 231 | 35 621 |
| 2019 | 295 | 50 698 | 42 | 3 266 | 187 | 25 692 |
| 2020 | 109 | 17 640 | 15 | 1 552 | 64 | 8 929 |
| 2021 | 139 | 22 264 | 20 | 2 112 | 38 | 4 669 |
| 2022 | 124 | 18 937 | 16 | 1 942 | 34 | 3 941 |
| 2023 | 129 | 23 280 | 35 | 1 947 | 28 | 3 382 |
| 2024 | 255 | 51 257 | 30 | 4 050 | 52 | 6 510 |
Aldursgreindur afli
Fjöldi sýna og aldurslesinna fiska úr afla er gefinn í Tafla 3. Afli í fjölda eftir aldri er sýndur á Mynd 11. Líkt og árið á undan var aflinn árið 2024 að stórum hluta samsettur af einstaka sterkum árgöngum á milli lakari árganga (Mynd 12). Óvenju mikið hefur þó verið af 11 ára og eldri ýsu í afla síðastliðinn áratug sem stafar m.a. af lægri fiskveiðidánartölu seinni ár.
| Ár |
Botnvarpa
|
Dragnót
|
Lína
|
|||
|---|---|---|---|---|---|---|
| Fjöldi sýna | Fjöldi kvarna | Fjöldi sýna | Fjöldi kvarna | Fjöldi sýna | Fjöldi kvarna | |
| 2000 | 344 | 6 773 | 21 | 800 | 88 | 2 848 |
| 2001 | 359 | 5 208 | 26 | 359 | 168 | 2 755 |
| 2002 | 467 | 6 510 | 47 | 750 | 212 | 2 848 |
| 2003 | 422 | 7 237 | 75 | 878 | 210 | 3 499 |
| 2004 | 503 | 6 786 | 75 | 698 | 252 | 2 855 |
| 2005 | 514 | 6 478 | 102 | 823 | 375 | 3 520 |
| 2006 | 500 | 6 447 | 241 | 1 219 | 747 | 4 806 |
| 2007 | 837 | 6 602 | 515 | 1 969 | 531 | 4 451 |
| 2008 | 813 | 7 637 | 389 | 2 163 | 572 | 4 464 |
| 2009 | 630 | 5 449 | 349 | 1 822 | 406 | 2 800 |
| 2010 | 470 | 5 458 | 265 | 1 473 | 344 | 3 199 |
| 2011 | 357 | 3 522 | 204 | 1 140 | 237 | 2 675 |
| 2012 | 349 | 4 448 | 191 | 1 436 | 306 | 3 204 |
| 2013 | 267 | 3 039 | 92 | 750 | 237 | 2 751 |
| 2014 | 155 | 1 421 | 51 | 329 | 217 | 1 550 |
| 2015 | 187 | 1 924 | 92 | 324 | 222 | 1 151 |
| 2016 | 163 | 1 769 | 132 | 440 | 202 | 975 |
| 2017 | 200 | 1 363 | 151 | 337 | 232 | 945 |
| 2018 | 134 | 1 385 | 94 | 291 | 231 | 845 |
| 2019 | 295 | 1 740 | 42 | 362 | 187 | 925 |
| 2020 | 109 | 1 322 | 15 | 276 | 64 | 625 |
| 2021 | 139 | 1 820 | 20 | 300 | 38 | 775 |
| 2022 | 124 | 1 100 | 16 | 120 | 34 | 265 |
| 2023 | 129 | 1 462 | 35 | 234 | 28 | 440 |
| 2024 | 255 | 2 178 | 30 | 300 | 52 | 700 |
Þyngd eftir aldri í afla
Meðalþyngd í afla eftir aldri má sjá á Mynd 13. Aflaþyngdir sýna að samband er milli meðalþyngdar og stofnstærðar. Hærri meðalþyngd er áberandi hjá minni árgöngum (2008–2013) á meðan stærri árgangar (2003–2004) hafa almennt lægri meðalþyngd. Meðalþyngd eftir aldri hefur hækkað síðan stofninn var í hámarki árin 2005–2009 og er meðalþyngd flestra árganga í stofninum um eða yfir meðaltali.
Náttúruleg dánartala
Engar upplýsingar eru um náttúrulega dánartölu. Í. stofnmati er gert ráð fyrir að hún sé 0,2 fyrir alla aldurshópa.
Gögn um afla, sókn og frá rannsóknaleiðöngrum
Afli á sóknareiningu
Óstaðlaðan afla ýsu á sóknareiningu má sjá á Mynd 14. Afli á sóknareiningu, þar sem ýsa er meira en 50 % aflans í togi, hefur aukist töluvert frá árinu 2000 og er nú í hámarki. Sé horft til allra veiðiferða þar sem ýsa veiddist náði afli á sóknareiningu hámarki á seinni hluta fyrsta áratugar þessarar aldar, minnkaði síðan um og eftir 2010 en hefur síðan aukist aftur.
Séu þessar tímaraðir bornar saman við niðurstöður leiðangra Hafrannsóknastofnunar má því lesa aðra þróun í stofninum. Það er almennur eiginleiki vísitalna sem byggðar eru á aflagögnum að þær lýsa fleiri þáttum en bara stofnþróun. Til að mynda hækkaði hlutfall stofnsins norður af Íslandi verulega eftir 2003, auk þess sem að stærðarhlutföll hafa breyst töluvert vegna breytinga á veiðimynstri og sókn. Sé t.d. horft til vísitölu fisks stærri en 60 cm sést að sá hluti stofnsins hefur aldrei mælst stærri en síðustu tvö ár (Mynd 15)
Gögn frá rannsóknaleiðöngrum
Upplýsingum um vistfræði ýsu á Íslandsmiðum er safnað í tveimur reglubundnum rannsóknaleiðöngrum, stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) og að hausti (SMH). SMB hefur farið fram árlega síðan 1985 og nær yfir helstu útbreiðslusvæði ýsunnar (Jón Sólmundsson, n.d.). SMH hefur farið fram árlega frá árinu 1996, að slepptu árinu 2011 (Klara B. Jakobsdóttir, n.d.). Þó að báðir stofnmælingaleiðangrarnir (SMB og grunnslóðarstöðvar SMH) hafi upprunalega verið hannaðir til að meta ástand þorskstofnisins þá eru þeir álitnir gefa góða mynd af viðgangi ýsustofnsins.
Mynd 15 sýnir þróun vísitalna lífmassa og vísitölur nýliðunar (í fjölda) í SMB og SMH. Breytingar á útbreiðslu í SMB og SMH sýna að stærri hluti lífmassans er nú norðvestur, norður og norðaustur af landinu (Mynd 16). Stærðarsamsetningu úr rannsóknaleiðöngrum má sjá á Mynd 17 (í fjölda) og afli á stöð í síðustu leiðöngrum er sýndur á Mynd 18.
Góður samhljómur er milli vísitalna úr SMB og SMH, þó að vísitala stórrar ýsu (>60 cm) hafi mælst hærri í SMH á árunum 2013–2015 samanborið við SMB sömu ár.
Aldursskiptar vísitölur má sjá á Mynd 19. Í seinni tíð hefur fjöldi fiska 11 ára og eldri í SMB aukist töluvert, sem er í samræmi við þróun lífmassa >60 cm. Eftir slaka nýliðun áranna 2007-2013 hefur nýliðun farið vaxandi og mælast árgangar 2019–2021 stórir.
Stofnþyngdir
Meðalþyngd í stofni eftir aldri má sjá á Mynd 20. Stofnþyngdir, líkt og aflaþyngdir, sýna samband milli meðalþyngdar og stofnstærðar. Hærri meðalþyngd er áberandi hjá minni árgöngum (2008 til 2013) en stærri árgangar (2003 og 2004) hafa almennt lægri meðalþyngd. Meðalþyngd eftir aldri hefur hækkað síðan stofninn var í hámarki 2005–2009 og eru eldri árgangar í stofninum um eða yfir meðaltali. Meðalþyngd árganga 2019–2021, sem eru stórir, er hins vegar um eða undir meðalagi í SMB árið 2025.
Kynþroski eftir aldri
Upplýsingum um hlutfall kynþroska ýsu eftir aldri er safnað í stofnmælingu botnfiska að vori og má sjá á Mynd 21. Í seinni tíð hefur ýsa orðið kynþroska seinna og eru þessar breytingar mögulega tengdar tilfærslu ýsunnar til norðurs í kaldari sjó þar sem ýsa er almennt eldri við kynþroska.
Úrvinnsla gagna
Stofnmat
Stofnmatsaðferðin sem beitt er fyrir ýsu var endurskoðuð á rýnifundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins árið 2025 (ICES (2025)). Á þeim fundi var aflareglan einnig enduskoðuð. Stofnmatið byggir nú á tölfræðilegu aldurs-aflalíkani (SAM; Nielsen and Berg (2014)). Líkanið byggir á gögnum frá árinu 1979 til ársins í ár, þar sem fylgst er með ýsu á aldursbilinu 1 til 12+ ára, þar sem 12+ ára eru 12 ára og eldri fiskur (plúsgrúppa). Náttúruleg dánartala er sett sem 0.2 að meðaltali fyrir alla aldurshópa. Valmynstur veiðanna er breytilegt eftir aldri og árum.
Hlutfall fiskveiðidánartölu fyrir hrygningu er sett sem 0.4 og fyrir náttúrulegrar dánartölu fyrir hrygningu sem 0.3, þar sem hrygningatími ýsu er talinn vera frá apríl til loka maí.
Inntaksgögn stofnmats
Stofnmatið byggir á fjórum gagnastoðum sem lýst er hér að ofan. Það eru SMB og SMH, sýnataka úr afla og landaður afli. Gögn úr veiðum eru notuð til þess að búa til aldursskiptan afla sem, ásamt aldursskiptum vísitölum úr SMB og SMH, eru borin saman við úttak líkansins í gegnum vegið líknafall til þess að meta stika líkansins. Afla- og stofnþyngdir koma úr sýnatöku úr afla og SMB. Kynþroski eftir aldri er einnig metinn byggt á gögnum úr SMB. Fyrir tímabilið 1979-1985, þ.e.a.s. áður en SMB hófst, eru stofnþyngdir og hlutfall kynþroska eftir aldri sett það sama og árið 1985. Nánari lýsingu á stofnmatsaðferðinni má finna í stofnviðauka Alþjóðahafrannsóknaráðsins um ýsu (ICES (2019)).
Greining á níðurstöðum stofnmats
Mátgæði líkansins eru sýnd á Mynd 22 og Mynd 23 þar sem ekkert mynstur er greinanlegt í leifum líkansins. Þegar horft er til mátgæða fyrir heildarvísitölu ýsu (sjá Mynd 24 sem sýnir spáða vísitölu bornar saman við mælingar) sést að líkanið spáir illa fyrir toppi vísitölunnar úr SMB og ofmetur stofnstærðina eftir að vísitalan fer lækkandi. Þessi frávik eru ekki eins áberandi fyrir SMH en hið gagnstæða virðist eiga við um mátgæðin við SMB gögnin. Þegar horft er til gildanna í tímaröð heildarvísitölu fyrir og eftir hámarkið má sjá að SMH gefur til kynna að stofninn sé stærri en fyrir hámark, en á sama tíma er SMB að gefa til kynna að stofninn sé á svipuðum slóðum og fyrir hámarkið. Því virðist líkanið fara til bil beggja vísitalna.
Niðurstöður stofnmats
Stofninn minnkaði milli áranna 2008 og 2011 þegar stór árgangur hvarf úr veiðinni og smærri árgangar komu í staðinn (Mynd 25). Frá 2011 hefur samdrátturinn verið minni eftir því sem fiskveiðidánartala hefur lækkað. Hrygningarstofninn hefur dregist hraðar saman en viðmiðunarstofninn vegna minnkandi hlutfalls kynþroska eftir aldri/stærð. Veiðihlutfallið er lágt í sögulegu samhengi en er þó yfir markmiðum gildandi aflareglu. Stofnmatið gefur til kynna að stofnstærð hafið farið vaxandi undanfarin ár.
Metið hrygningarstofns-nýliðunarsamband, sem sjá má á Mynd 28, gefur til kynna talsverðan breytileika í árgangastyrk en ekki eru skýr merki um að nýliðun hafi skerst vegna bágrar stöðu hrygningarstofnsins á þeim tíma sem stofnmatið nær yfir. Sterkir árgangar hafa, þó sjaldgæfir séu, leitt til þess að stofninn hefur styrkst umtalsvert líkt og hefur gerst á síðastliðnum árum.
Reiknuð endurlitsgreining gefur til kynna leiðréttingu upp á við seinni ár (Mynd 26). Það er talið tengjast mikilli aukningu stofnstærðar eftir að sterkir árgangar komu inn í viðmiðunarstofninn. Stofnmatið er þó álitið stöðugt og metið 5 ára Mohns \(\rho\) er innan eðlilegra marka.
Samanburður milli mismunandi stofnmatskeyrslna þar sem vísitölum annað hvort úr SMB eða SMH er sleppt gefur til kynna að það hefur lítil áhrif að meta stofninn einungis með öðrum leiðangrinum og eru áhrifin metin innan skekkjumarka (Mynd 27).
Veiðimynstur eftir stærð og aldri er sýnd á Mynd 29. Töluverður breytileiki er í veiðimynstri eftir aldri eins og rætt var hér að ofan. Ýsan sýnir sterk merki um þéttleikaháðan vöxt sem hefur umtalsverð áhrif á veiðimynstur eftir aldri.
Skammtímaspá
Eftir breytingar á aflareglu fyrir ýsu árið 2025 er ráðgjöfin fyrir komandi fiskveiðiár ekki byggð á skammtímaspá (sjá Undirkafli 7) þar sem hún byggir á stærð viðmiðunarstofns á stofnmatsári. Þrátt fyrir það er skammtímaspá notuð til þess að meta áhrif ráðgjafarinnar á þróun lykilstærð eins og stærð hrygningarstofns. Í þeim framreikningum er byggt á stofnþyngdum og kynþroskahlutfalli stofnmatsársins og aflaþyngdum ársins þar á undan auk þess sem að nýliðun er byggð á 10 ára meðaltali. Tæknilega lýsingu má finna í stofnviðauka (sjá ICES 2019).
Fiskveiðistjórnun
Atvinnuvegaráðuneytið er ábyrgt fyrir stjórnun fiskveiða á hafsvæðinu við Ísland og innleiðingu laga um fiskveiðistjórnun. Ráðuneytið setur reglur um fiskveiðar í atvinnuskyni fyrir hvert fiskveiðiár (frá 1. september til 31. ágúst), þ.m.t. úthlutun fiskveiðiheimilda fyrir hvern fiskistofn sem lýtur slíkri stjórn. Veiðiheimildum fyrir ýsu við Ísland hefur verið úthlutað skv. aflamarki síðan 1987. Leyfilegt aflamark hefur að mestu fylgt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Landaður afli hefur hins vegar ítrekað farið yfir sett aflamark (sjá Mynd 30) sem rekja má til tegundatilfærslukerfisins sem leyfir flutning á kvóta frá einni tegund til annarar. Afli fiskveiðiárið 2020/2021 var umfram ráðgjöf m.a. vegna þess að aflaheimildir voru auknar um 8 000 tonn sem dregin voru af heimildum fiskveiðiárið 2021/2022.
Afli erlendra fiskiskipa er eins og áður sagði lítill og einvörðungu norsk og færeysk fiskiskip sem hafa heimild til veiða við Ísland. Samningurinn við Færeyjar leyfir veiði á 5 600 tonnum af bolfiski, þar af að hámarki 1 200 tonn af þorski og 40 tonn af lúðu. Þessi skip eru ekki partur af aflamarkskerfinu og þar til nýlega var ekki tekið tillit til þeirra þegar heildaraflamark íslenskra fiskiskipa var ákvarðað.
Áhrif tegunda- og kvótatilfærslukerfisins má sjá á Mynd 31. Myndin sýnir að þegar ýsustofninn var stór var mikið breytt úr öðrum tegundum í ýsu. Þetta má að hluta skýra með tilfærslu stofnsins (sjá Mynd 5) þar sem ýsuveiðar voru áður nær einvörðungu suður af landinu. Eftir að ýsan færðist norðar var kvótastaða þeirra útgerða sem veiddu meira af ýsu fyrir norðan land minni en það sem var veitt. Þegar horft er til lengri tíma má sjá að meðaltal frávika er nokkuð nálægt núlli. Eftir að aflareglu var komið á árið 2013 minnkaði flutningur veiðiheimilda milli ára, en að sama skapi jókst flutningur frá öðrum tegundum. Þetta gæti verið vegna þess að auðvelt er að veiða ýsu, eins og sjá má á afla á sóknareiningu, auk þess sem að ýsa veiðist mikið í blönduðum veiðum.
Ráðgjöf um heildaraflamark ýsu fylgir aflareglu íslenskra stjórnvalda. Aflaregla var fyrst sett fyrir þennan stofn árið 2013. Aflareglan var síðast rýnd af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES, 2025), og uppfærðri aflareglu fyrst beitt fiskveiðiárið 2025/2026. Núgildandi aflaregla er lýst með eftirfarandi formúlum:
Ef \(SSB_{y}\geq B_{trigger}\) þá: \[ TAC_{y+1/y} = 0.35 B_{45cm^+,y} \]
Ef \(SSB_{y}< B_{trigger}\) þá: \[TAC_{y+1/y} = 0.35 B_{45cm^+,y} SSB_{y}/B_{trigger}\]
Þessi aflaregla byggir á sama viðmiðunarstofni og fyrri reglur en nú er miðað við stærð viðmiðunarstofns á stofnmatsári (\(y\)) í stað ráðgjafarárs (\(y+1\)) áður. Því er ekki lengur þörf á skammtímaspá um stofn- og aflaþyngdir.
Stöðumat ráðgjafar
Öll merki frá rannsóknaleiðöngrum og úr afla gefa til kynna að ástand ýsustofnsins sé gott um þessar mundir. Stofnmatið rennir frekari stoðum undir það mat. Árið 2019 var veiðihlutfall í aflareglu lækkað úr 0.4 í 0.35 til þess að taka tillit til breytinga á stofninum tengdum seinkuðum kynþroska. Stórir árgangar frá 2018–2020 gefa vísbendingu um að ástand stofnsins verði gott til skemmri tíma litið. Árið 2025 er stofninn metinn hafa vaxið umtalsvert, en búist er við að stofninn fari minnkandi eftir því sem árgangar 2018–2020 ganga í gegnum veiðistofninn.