Fiskeldissvið

Áskorun fiskeldissviðs er að efla fiskeldi og fiskrækt í sátt við samfélag og náttúru. Fiskeldi og fiskrækt á Íslandi skiptist í fjóra meginflokka: Eldi á laxi og bleikju í landeldi, eldi sjávartegunda í landeldi, laxeldi í sjó og ræktun laxastofna í laxveiðiám. Fiskeldi og fiskrækt hefur alla burði til að verða öflug atvinnugrein á strjálbýlli svæðum og getur einnig stutt við aðrar atvinnugreinar svo sem ferðamennsku.

Í alþjóðlegu samhengi hafa íslenskar sjávarafurðir traustan gæðastimpil og íslenski fiskeldisgeirinn stefnir að því að falla í sama flokk. Til að svo megi verða þarf ímynd íslensks fiskeldis að vera hafin yfir öll tvímæli.

Markmið Hafrannsóknastofnunar er að efla fiskeldi og fiskrækt á Íslandi. Því mun kröftum verða beint að eftirfarandi:

  • Að stunda og efla rannsóknir með það markmið að fiskeldi og fiskrækt á Íslandi verði áhættuminni, fjárfestingar aukist og atvinnuvegurinn eflist.
  • Að miðla þekkingu og reynslu til íslensks fiskeldis og fiskræktar.
  • Að auka fé til rannsókna með sókn í alþjóðlega rannsóknasjóði.
  • Að búa til nýja kynslóð vísindamanna sem leiða mun rannsóknir framtíðarinnar.

Fiskeldissvið hefur yfir að ráða fullkominni rannsóknastöð að Stað í Grindavík sem starfrækt hefur verið í 30 ár. Stöðin er með um 50 eldisker af mismunandi stærðum og heildarrúmtak þeirra er um 500 m3. Starfsfólk sviðsins er með langa reynslu í eldi sjávar- og laxfiska og þá sérstaklega í lirfu- og smáseiðaeldi ýmissa tegunda. Mikil reynsla er af rekstri áframeldisrannsókna og mælinga á fóðurnýtingu, vaxtarhraða, vatnsgæðum og nýtingu vatns og varma.

Starfsfólk
Nafn Starfsheiti Netfang
Agnar Steinarsson Sjávarlíffræðingur
Agnar Steinarsson
Sjávarlíffræðingur
Björn Björnsson Fiskifræðingur
Jón Hlöðver Friðriksson Stærðfræðingur
Jón Hlöðver Friðriksson
Stærðfræðingur
Kristján Sigurðsson Búfræðingur
Kristján Sigurðsson
Búfræðingur
Matthías Oddgeirsson Stöðvarstjóri
Matthías Oddgeirsson
Stöðvarstjóri
Njáll Jónsson Fiskeldisfræðingur
Njáll Jónsson
Fiskeldisfræðingur
Ragnar Jóhannsson Sviðsstjóri
Ragnar Jóhannsson
Sviðsstjóri

Sérsvið: fiskeldi - hönnun fiskeldisbúnaðar - erfðafræði - líftækni - efnafræði - hönnun vinnsluferla

Ritaskrá

Research Gate

Theodór Kristjánsson Sérfræðingur í erfðafræði
Theodór Kristjánsson
Sérfræðingur í erfðafræði

Starfssvið: erfðafræði

Research Gate

Tómas Árnason Fiskifræðingur
Tómas Árnason
Fiskifræðingur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?