Fiskeldi og fiskirækt

Áskorun fiskeldis- og fiskiræktarsviðs er að efla fiskeldi og fiskrækt í sátt við samfélag og náttúru. Fiskeldi og fiskrækt á Íslandi skiptist í fjóra meginflokka: Eldi á laxi og bleikju í landeldi, eldi sjávartegunda í landeldi, laxeldi í sjó og ræktun laxastofna í laxveiðiám.  Fiskeldi og fiskrækt hefur alla burði til að verða öflug atvinnugrein á strjálbýlli svæðum og getur einnig stutt við aðrar atvinnugreinar svo sem ferðamennsku. 

Í alþjóðlegu samhengi hafa íslenskar sjávarafurðir traustan gæðastimpil og íslenski fiskeldisgeirinn stefnir að því að falla í sama flokk. Til að svo megi verða þarf ímynd íslensks fiskeldis að vera hafin yfir öll tvímæli. 

Okkar markmið er að efla fiskeldi og fiskrækt á Íslandi. Því munum við beina kröftum okkar að eftirfarandi:

  • Að stunda og efla rannsóknir með það markmið að fiskeldi og fiskrækt á Íslandi verði  áhættuminni,fjárfestingar aukist og atvinnuvegurinn eflist.
  • Að miðla þekkingu og reynslu til íslensks fiskeldis og fiskræktar
  • Að auka fé til rannsókna með sókn í alþjóðlega rannsóknasjóði
  • Að búa til nýja kynslóð vísindamanna sem leiða mun rannsóknir framtíðarinnar

Fiskeldis- og fiskiræktarsvið hefur yfir að ráða fullkominni rannsóknastöð á Stað í Grindavík sem starfrækt hefur verið í 30 ár. Stöðin er með um 50 eldisker af mismunandi stærðum og heildarrúmtak þeirra er um 500 m3. Starfsfólk sviðsins er með langa reynslu í eldi sjávar- og laxfiska og þá sérstaklegaá lirfu- og smáseiðaeldi ýmissa tegunda. Mikil reynsla er af rekstri áframeldisrannsókna og mælinga á fóðurnýtingu, vaxtarhraða, vatnsgæðum og nýtingu vatns og varma.  

Starfsfólk
Nafn Starfsheiti Netfang
Agnar Steinarsson
Björn Björnsson
Kristján Sigurðsson
Matthías Oddgeirsson
Njáll Jónsson
Ragnar Jóhannsson Sviðsstjóri
Ragnar Jóhannsson
Sviðsstjóri

Sérsvið: fiskeldi - hönnun fiskeldisbúnaðar - erfðafræði - líftækni - efnafræði - hönnun vinnsluferla

Ritaskrá

Tómas Árnason
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?