Starfsmaður í mötuneyti og kaffistofur

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna auglýsir eftir starfsmanni í mötuneyti og kaffistofur stofnunarinnar í 80-100% starfshlutfall. Umsóknarfrestur er til og með 14.07.2020.

Starfssvið:

  • Matseld, bakstur og annar matarundirbúningur.
    • Uppþvottur og þrif.
    • Innkaup á vörum fyrir mötuneyti og kaffistofur.
    • Undirbúningur og vinna við móttökur og fundi.
    • Önnur verkefni í mötuneyti og kaffistofum.

Hæfniskröfur:
• Kunnátta í matargerð og bakstri.
• Reynsla af vinnu í mötuneyti eða sambærilegu starfi æskileg.
• Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.
• Frumkvæði, drifkraftur og metnaður. Sjálfstæð vinnubrögð.
• Jákvætt viðhorf.
• Hreinlæti.

Meginverkefni starfsmannsins er að taka á móti og framreiða hádegismat frá þjónustufyrirtæki sem sér um að koma með foreldaðan mat fyrir starfsmenn stofnunarinnar. Uppþvottur og þrif eftir hádegismat og yfirumsjón með mötuneytinu og kaffistofum stofnunarinnar. Áætlaður vinnutími er frá 07:30 -14:00.

Frekari upplýsingar veitir Sigvaldi Egill Lárusson sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs í síma 869-0204.

Sótt er um starfið á Starfatorgi. Greinargóðar upplýsingar um menntun og fyrri störf þurfa að fylgja umsókn. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar:

Sækja um starf.

Öll laus störf hjá Hafrannsóknastofnun eru auglýst á vef stofnunarinnar og á Starfatorgi. Almenna umsókn skal senda á hafogvatn@hafogvatn.is

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna og í fiskeldi. Hún heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Hafnarfirði starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni.

Gildi Hafrannsóknastofnunar eru: Þekking - Samvinna - Þor

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?