Hafrannsóknastofnun leitar eftir sérfræðingi í loftgæðateymi efnagreiningadeildar. Sérfræðingurinn mun sinna kvörðun og grunnviðhaldi mælitækja á loftgæðamælistöðvum. Einnig mun hann undirbúa og framkvæma útblástur- og loftgæðamælingar fyrir stóriðju, verksmiðjur og aðra starfsemi. Starfið er fjölbreytt, bíður upp á sveigjanlegan vinnutíma og breytilegt starfsumhverfi.
-----------------------------------------------------------
Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna og í fiskeldi. Hún heyrir undir matvælaráðuneytið.
Hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Hafnarfirði starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni.
Gildi Hafrannsóknastofnunar eru: Þekking - Samvinna - Þor
Vefur Starfatorgs