Hafrannsóknastofnun leitar eftir sérfræðingi í fiskifræði.
Hafrannsóknastofnunin óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við rannsóknir á sviði fiskifræði. Starfið snýr einkum að gagnarýni, rannsóknum á lífssögu tegunda og mati á stofnstærð hryggleysingja. Leitað er að einstakling sem hefur góða færni til að vinna í þverfaglegri teymisvinnu. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af rannsóknum og birtingu niðurstaðna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í stofnmati og ýmsum rannsóknarverkefnum sem tengjast fiskifræði og vistfræði.
- Úrvinnsla gagna, skipulagning rannsóknaleiðangra og samskipti við hagaðila.
- Birting niðurstaðna í vísindagreinum, skýrslum og erindum.
Hæfniskröfur
- Meistarapróf í fiskifræði, tölfræði, stærðfræði eða skyldum greinum er skilyrði. Doktorspróf er kostur.
- Reynsla af rannsóknum á sviði fiskifræði er kostur.
- Reynsla af birtingu rannsóknaniðurstaðna.
- Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og hæfni til að vinna í teymi.
- Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja:
- Ítarleg ferilskrá.
- Afrit af prófskírteinum.
- Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
- Tilnefning a.m.k. tveggja meðmælenda.
Sótt er um starfið á Starfatorgi og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina og áskilur stofnunin sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.
Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.
Um Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Hún heyrir undir matvælaráðuneytið. Stofnunin rekur, auk aðalstöðvar í Hafnarfirði, starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 190 manns í fjölbreyttum störfum.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.09.2023
Nánari upplýsingar veita
Jónas Páll Jónasson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs - jonas.jonasson@hafogvatn.is - 695 1750
Bjarki Elvarsson, fagstjóri ráðgjafar, bjarki.elvarsson@hafogvatn.is - 575 2033
Sigríður Elva Ármannsdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði - sigridur.elva.armannsdottir@hafogvatn.is - 834 2888
Smelltu hér til að sækja um starfið á Starfatorgi