punktasíld (íslenska)

Punktalaxsíld

Samheiti á íslensku:
punktasíld
Punktalaxsíld
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Myctophum punctatum
Danska: slankhalet prikfisk
Færeyska: stóri prikkafiskur
Norska: liten lysprikkfisk
Sænska: liten prickfisk, mindre prickfisk
Enska: spottet lanternfish
Þýska: Schlankschwänziger Lanternfisch
Franska: lanterne ponctuée
Spænska: romerillo
Portúgalska: liro-preto

Punktalaxsíld verður um 11 cm á lengd.

Heimkynni punktalaxsíldar eru í Miðjarðarhafi og Norður-Atlantshafi heimsálfa á milli frá 15°-20°N og norður til Noregs, Íslands og Austur- og Vestur-Grænlands.

Hér fannst punktalaxsíld fyrst í október árið 1902 þegar 10 cm fisk rak í Vestmannaeyjum. Síðan hefur hennar orðið alloft vart undan Suður- og Vesturlandi.

Úthafs- og miðsævisfiskur sem veiðst hefur frá yfirborði og niður á 1000 m dýpi.

Fæða er einkum krabbaflær, ljósáta, sviflirfur stórkrabba og fiskseiði. Sjálf er punktalaxsíld mikilvæg fæða ýmissa fisktegunda, m.a. þorsks á norðurslóð og sverðfisks þegar sunnar dregur.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?