Kortlagning hafsbotnsins

Árið 2000 réðst stofnunin í viðamikla kortlagningu hafsbotnsins með tilkomu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar HF 200. Skipið er búið fjölgeisladýptarmæli (e. multibeam echo sounder) sem sérstaklega er ætlað til þess verkefnis. Fram til vorsins 2017 var fjölgeislamælirinn af gerðinni Kongsberg EM 300 (30 kHz, 135 geislar, 2°x2°). Vorið 2017 voru tækin endurnýjuð og búnaður uppfærður í Kongsberg EM 302 (30 kHz, 432 geislar, 1°x2°, vatnssúlugögn) og jarðlagamæli/setþykktarmæli (e. subbottom profiler) Kongsberg TOPAS PS18.

Frá árinu 2017 er kortlagning hafsbotns átaksverkefni stofnunarinnar til næstu 12 ára. Markmið verkefnisins er að afla þekkingar um hafsbotninn innan efnahagslögsögu Íslands sem mun nýtast í margháttuðum tilgangi og er forsenda fyrir vísindalegri nálgun við sjálfbærri nýtingu, vernd og rannsóknir auðlinda í hafinu, á, í og undir hafsbotni. Hingað til hefur þekkingin nýst við rannsóknir á lífríki hafsins, eðliseiginleikum sjávar og jarðfræði hafsbotns. Kortlagning veiðislóða og viðkvæmra búsvæða (s.s. kórala) hefur gegnt veigamiklu hlutverki.

Hafrannsóknastofnun veitir almennan aðgang að fjölgeislamæligögnum um kortlagningu hafsbotnsins á eftirtöldum svæðum:

Heimilt er að birta fjölgeislagögn eða -kort sem fengin eru af þessari vefsíðu sé uppruna þeirra getið.

 

Á myndinni má sjá þau svæði sem hafa verið kortlögð með fjölgeislamælingum á vegum stofnunarinnar á árunum 2000-2023.

 Uppfært 12. október 2023.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?