Borgarfjörður

kort

Hnit: 65°46,2'N 23°13,9 W
Flatarmál: 8,3 km2
Meðaldýpi: 50-70 m
Mesta dýpi: 70 m

Sá hluti Arnarfjarðar sem er framhald hans til austurs er stundum nefndur Borgarfjörður en er í raun austasti hlut Arnarfjarðar. Þessi innsti hluti hans að norðanverðu klofnar í tvennt, annars vegar í lítinn fjörð, Borgarfjörð, til norðausturs og hins vegar í Dynjandisvog til  suðausturs. Allmiklar ár renna í Borgarfjörð og má þar nefna Mjólká og Hófsá, en áin Dynjandi rennur í Dynjandisvog. Borgarfjörður er jafnbreiður fjörður um 2,3 km í mynninu milli Meðalness að sunnan og Hjallkárseyrar að norðan. Hann er um 4,3 km á lengd og 8,3 km2 að flatarmáli. Mynni Dynjandisvogs er um 2 km milli Meðalness og Deildaness en lengd vogsins er um 2,2 km og flatarmál um 3,4 km2. Bæði Borgarfjörður og Dynjandisvogur eru alldjúpir (50-70 m) inn undir botn.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?