Rannsóknamaður í sýnatöku

Hafrannsóknastofnun leitar eftir starfsmanni til rannsóknastarfa við starfstöð stofnunarinnar á Akureyri. Starfið felst í fjölbreyttri vinnu við sýnatöku, öflun og úrvinnslu gagna í landi og í rannsóknaleiðöngrum á sjó. Starfið er fjölbreytt og krefjandi framtíðarstarf.

Helstu verkefni:

  • Sýnataka í landi
  • Aldurslestur fiska
  • Þátttaka í rannsóknaleiðöngrum.
  • Innsláttur gagna í gagnagrunn
  • Úrvinnsla sýna
  • Önnur tilfallandi verkefni á starfsstöðinni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Æskilegt að umsækjendur hafi B.S.próf í líffræði eða sambærilega menntun og reynslu
  • Dugnaður, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Leitað er eftir einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, hefur góða samskipta- og skipulagshæfileika og áhuga á málefnum sjávarútvegsins.

Um er að ræða fullt starf með starfstöð á Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi geti byrjað sem fyrst.

Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og útskýrir atriði í ferilskrá betur, eftir því sem viðkomandi telur þörf á. 

Umsóknarfrestur er til og með 25. október n.k.

Umsóknir skulu sendar á póstfangið umsokn@hafogvatn.is eða á skrifstofu Hafrannsóknastofnunar, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, merktar Sýnataka.

Nánari upplýsingar veitir Sólmundur Már Jónsson, mannauðsstjóri (solmundur.mar.jonsson@hafogvatn.is) og Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri (gudmundur.thordarson@hafogvatn.is) sími 5752000.

Jafnt karlar sem konur, eru hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Reykjavík starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?