Stýrimenn

Ljósm. Alice Benoit Cattin Breton Ljósm. Alice Benoit Cattin Breton

Hafrannsóknastofnun auglýsir lausar til umsókna tvær stöður stýrimanna á rannsóknaskipin Bjarna Sæmundsson og Árna Friðriksson. Starfsmenn munu vinna á báðum rannsóknaskipunum eftir því sem þörf krefur.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Skipstjórnarréttindi á fiskiskipum (skipstjórnarnám C)
  • Öryggisfræðslunámskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna
  • Reynsla af sjómannsstörfum á fiskiskipum
  • Hæfni til góðra samskipta og samvinnu

Leitað er eftir einstaklingum sem eru vinnusamir, reglusamir og heilsuhraustir. Starfsmenn skulu hefja störf í byrjun janúar n.k. eða síðar skv. samkomulagi. Heimahöfn skipanna verður í Hafnarfirði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og Félags skipstjórnarmanna.

Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og nöfnum tveggja meðmælenda sendist á póstfangið umsokn@hafogvatn.is eða á skrifstofu Hafrannsóknastofnunar, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, merktar Stýrimenn.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Sólmundur Már Jónsson mannauðs- og rekstrarstjóri (solmundur.mar.jonsson@hafogvatn..is, sími; 575 2000).

Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um störfin. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Reykjavík starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?