Sjávarútvegsskóli Gró og sjálfbærar fiskveiðar í þróunarlöndum á opnum fundi
Árangur af tæplega þriggja áratuga starfi Sjávarútvegsskóla GRÓ verður til umfjöllunar á opnum viðburði sem haldinn verður í Háskólanum á Akureyri 4. febrúar nk. kl. 10-11.15. Viðburðurinn, sem ber yfirskriftina „Frá þekkingu til áhrifa: mannauðsuppbygging til sjálfbærrar þróunar í sjávarútvegi, er haldinn í samstarfi utanríkisráðuneytisins, GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, Sjávarútvegsskóla GRÓ, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri.
28. janúar