Sérfræðingur og rannsóknarmaður á nýja starfsstöð í Neskaupsstað

Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða í tvö störf við nýja starfsstöð stofnunarinnar á Neskaupstað. Um er að ræða störf sérfræðings og rannsóknamanns á Uppsjávarsviði. Ætlunin er að ráða í störfin frá og með 1. janúar 2021.

Sérfræðingur á starfsstöð í Neskaupstað
Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða sérfræðing í fiskifræði eða skyldum greinum á nýja starfsstöð á Neskaupstað. Starfið felst í fjölbreyttri rannsóknavinnu við öflun og úrvinnslu gagna, skýrslu- og greinaskrifum. Í starfinu fellst samstarf og samskipti við bæði aðra starfsmenn stofnunarinnar og fólks í iðnaðnum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Umsjón með sýnatöku úr afla á Austfjörðum
 • Sinna ýmisskonar rannsóknum stofnunarinnar á Austurlandi
 • Verkstjórn á starfsstöð stofnunarinnar á Neskaupstað
 • Mótun nýrra rannsóknaverkefna
 • Verkefni stofnunarinnar sem hæfa reynslu og menntun viðkomandi

Hæfnikröfur:

 • Framhaldsmenntun á sviði fiskifræði, sjávarvistfræði eða skyldum greinum
 • Skipulagshæfni og frumkvæði
 • Getu til að vinna sjálfstætt, viðhafa vönduð vinnubrögð og metnað
 • Góð samstarfs- og samskiptafærni
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið:

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.

Umsókn skal fylgja:

 • Ítarleg náms- og ferilskrá
 • Afrit af prófskírteinum
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
 • Tilnefna skal tvo meðmælendur

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.11.2020

Sækja um starf

Rannsóknarmaður á starfsstöð á Neskaupstað
Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða rannsóknamann í sýna- og gagnavinnslu á nýja starfsstöð stofnunarinnar á Neskaupstað. Starfið felst í fjölbreyttri vinnu við öflun og úrvinnslu gagna í landi og í rannsóknaleiðöngrum á sjó.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Tekur þátt í landssýnatökum
 • Tekur þátt í rannsóknaleiðöngrum
 • Innsláttur gagna í gagnagrunn
 • líffræðilegar greiningar
 • Önnur tilfallandi verkefni á starfsstöðinni á Neskaupsstað
 • Úrvinnsla sýna

Hæfnikröfur:

Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Dugnaður, frumkvæði sem og lipurð í samskiptum og samstarfi eru nauðsynlegir eiginleikar. Kostur er ef að umsækjandi hafi B.S. próf í líffræði eða skyldum greinum en ekki skilyrði. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Frekari upplýsingar um starfið:

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Umsókn skal fylgja:

 • Ítarleg náms- og ferilskrá
 • Afrit af prófskírteinum
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
 • Tilnefna skal tvo meðmælendur

Umsóknarfrestur fyrir bæði störfin er til og með 30. nóvember 2020.

Sótt er um starfið á Starfatorgi. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h ríkissjóðs og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknir til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Hafrannsóknastofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar um starfið veita Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri Uppsjávarsviðs, gudmundur.j.oskarsson@hafogvatn.is og Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hafrannsóknastofnunar, berglind@hafogvatn.is.

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar:

https://www.hafogvatn.is/is/um-okkur/hafrannsoknastofnun/stefnur/jafnrettisaaetlun

Sækja um starf

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna og í fiskeldi. Hún heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla.

Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Hafnarfirði starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni.

Gildi Hafrannsóknastofnunar eru: Þekking - Samvinna - Þor


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?