Málstofa kl. 12:30, 2. september í Fornubúðum 5

Stefanie Semper Stefanie Semper

Málstofa Hafrannsóknastofnunar fer aftur í gang 2. september 2021 eftir nokkurt hlé. 

Stefanie Semper hafeðlisfræðingur flytur erindið: Þróun og umbreyting Norður-Íslands Irmingerstraumsins meðfram landgrunnskantinum norðanlands.
Erindið hefst kl 12:30, 2. september í fundarsal að 1. hæð í Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Allir velkomnir. Erindið verður flutt á ensku.

Erindi verður síðar vistað á YouTube síðu Hafrannsóknastofnunar. 

Um Stefanie Semper

Stefanie Semper er hafeðlisfræðingur og lauk doktorsgráðu á því sviði (PhD) frá Háskólanum í Bergen, Noregi árið 2020. Í kjölfarið hlaut hún nýdoktorsstyrk frá Evrópusjóðnum Marie Sklodowska-Curie Actions og í tengslum við þann styrk hefur hún haft rannsóknaraðstöðu við Hafrannsóknastofnun sumarið 2021. Rannsóknir Stefanie felast einna helst í að skoða breytingar á vatnsmössum í hafinu vegna samverkunar sjávar, hafíss og andrúmslofts, auk þess að skoða flutning eðlisþungra sjávarmassa yfir Grænlands-Skotlands hrygginn. Hún byggir rannsóknir sínar einkum á athugunum og hefur þannig rannsakað hafstrauma á landgrunni Íslands og í langdgrunnshlíðinni norður af Íslandi.

Ágrip
The North Icelandic Irminger Current: Evolution and transformation along the north Iceland shelf
The North Icelandic Irminger Current (NIIC) flowing northward through Denmark Strait is the main source of salt and heat to the north Iceland shelf. We quantify its along-stream evolution using the first high-resolution hydrographic/velocity survey north of Iceland spanning the entire shelf, along with historical hydrographic measurements as well as data from satellites and surface drifters. The NIIC generally follows the shelf break. Portions of the flow recirculate near Denmark Strait and the Kolbeinsey Ridge. The current's volume transport diminishes northeast of Iceland before it merges with the Atlantic Water inflow east of Iceland. Along its entire pathway, the NIIC cools and freshens, predominantly because of lateral mixing with cold, fresh offshore waters rather than air-sea interaction. The formation of dense water on the shelf is limited, occurring only sporadically in the historical record. The hydrographic properties of this locally formed water match the lighter portion of the North Icelandic Jet (NIJ), which emerges northeast of Iceland and transports dense water toward Denmark Strait, supplying the lower limb of the Atlantic Meridional Overturning Circulation. Our results suggest that there may be a dynamical link between the two currents. Thus, while the NIIC rarely supplies the NIJ directly, it may be dynamically important for the overturning circulation in the Nordic Seas.

Þróun og umbreyting Norður-Íslands Irmingerstraumsins meðfram landgrunnskantinum norðan lands
Norður-Íslands Irmingerstraumurinn (NIIC) flytur hlýjan og selturíkan Atlantssjó inn í Íslandshaf. Í erindinu verða skoðaðir eiginleikar straumsins á landgrunninu norðanlands, og breytingar á honum á leiðinni norður og austur á grundvelli umfangmikilla sondu- og straumsjármælinga, ásamt gagna frá gervitunglum og rekduflum.

Flæði NIIC minnkar á leið sinni norður og austur. Hluti straumsins nær ekki lengra en í Grænlandssund eða að Kolbeinseyjarhrygg, og aðeins brot af NIIC sameinast síðan Norður-Atlantsstraum fyrir austan lands. NIIC kólnar um leið og selta minnkar, aðallega vegna blöndunar með ferskari sjógerðum úr norðri.
Rétt við landgrunnskantinn, á 600 m dýpi er straumur sem hefur borið heitið North Iceland Jet (NIJ) og er öflugur straumur í gagnstæða átt sem færir kaldan djúpsjó að yfirflæðinu í Grænlandssundi. Þó NIIC sé aðliggjandi að NIJ, finnst aðeins fáar vísbendingar um myndun djúpsjávar á landgrunninu. Því er talið að tenging milli NIIC og NIJ sé lítil, en mælingar benda til þess að straumarnir tveir tengist hins vegar með dýnamískum hætti og NIIC því samt sem áður mikilvægur hlekkur fyrir veltuhringrás og djúpsjávarmyndun í Íslandshafi.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?