Málstofa 5. maí, kl. 12:30

Hildur Magnúsdóttir. Hildur Magnúsdóttir.

Fimmtudaginn 5. maí kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.

Hildur Magnúsdóttir flytur erindið: The Variable Whelk: Studying the phenotypic and genotypic variation in the common whelk in Iceland and the North Atlantic.
Fyrirlesturinn verður á ensku.

Erindi verður streymt á YouTube rás Hafrannsóknastofnunar,
https://www.youtube.com/channel/UCirTCP_aKFKz8LMoFoxWGbA

Ágrip
Svæðisbundinn breytileiki sjávarkuðunga ber oft vitni um lítinn samgang milli stofna og getur endurspeglað þróun aðskilinna stofna eða ólík vaxtarskilyrði í mismunandi umhverfi. Beitukóngur (Buccinum undatum L.) er algengur sjávarsnigill í Norður-Atlantshafi sem er þekktur fyrir talsverðan svæðisbundinn breytileika í lífsöguþáttum sem og lögun og lit kuðunga. Tegundin er veidd til manneldis á mörgum strandsvæðum í Norður-Atlantshafinu og er viðkvæm fyrir svæðisbundinni ofveiði sem gerir rannsóknir á henni einkar mikilvægar. Að auki geta rannsóknir á samspili svipfarslegs- og erfðafræðileg breytileika aukið skilning okkar á hlutfallslegum áhrifum erfða og umhverfis á svipfar og hvernig þetta hefur áhrif á þróun svipgerða.

Í erindinu verður farið yfir rannsóknir á breytileika beitukóngs sem hafa verið stundaðar síðan hér við land síðan 2007 og eins hvað liggur fyrir í framtíðinni.

Um Hildi
Hildur Magnúsdóttir lauk BSc-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og hóf sama ár meistaranám í sjávarlíffræði í samstarfi við Vör – Sjávarrannsóknarsetur í Breiðafirði. Í meistaranáminu einbeitti hún sér að lífsöguþáttum og erfðabreytileika beitukóngs Buccinum undatum í Breiðafirði. Eftir útskrift 2010 sinnti hún á árunum 2011- 2014 rannsóknum hjá Vör og starfaði sem leikskólaleiðbeinandi meðfram því að skipuleggja frekari beitukóngsrannsóknir. Hún hóf síðan doktorsnám við Líf – og umhverfisvísindadeild HÍ árið 2014 í samstarfi við Háskólann á Hólum þar sem aðalviðfangsefni hennar var svipfars- og erfðabreytileiki beitukóngs í N-Atlantshafi. Eftir doktorsvörn haustið 2020 starfaði Hildur sem nýdoktor við HÍ við frekari svipfarsrannsóknir á beitukóngi og síðan á Keldum frá maí 2021 við sníkjudýrarannsóknir á rannsóknadeild fisksjúkdóma. Í janúar 2022 fékk hún nýdoktorsstyrk frá Rannís fyrir verkefnið ,,Þróun og vistfræðilegt samspil sjávarsnigla og sníkjudýra þeirra“ þar sem samþróun mismunandi Buccinoidea tegunda og ögðusníkjudýra þeirra verður rannsökuð í N-Atlantshafi og N-Kyrrahafi, og vinnur hún nú að því verkefni á Keldum.

Abstract
Phenotypic variation of shelled marine gastropods across small spatial scales may reflect restricted population connectivity, resulting in evolutionary or plastic responses to environmental heterogeneity. The common whelk Buccinum undatum, a subtidal gastropod ubiquitous in the North Atlantic, exhibits considerable spatial variation in life-history traits, shell morphology and color. The species constitutes an important fishery in many countries bordering the North Atlantic and is vulnerable to local overfishing which underlines the important of comprehensive research for the species. In addition, studying the interplay of phenotypic and genotypic variation in the common whelk can help understand the relative influence of genetic versus environmental variation on phenotype determination, and how evolution of phenotypes is affected by this.

An overview of the work on the phenotypic and genotypic diversity of the common whelk that has being ongoing in Iceland since 2007 will be presented, in addition to what the future holds for this research.

Bio
Hildur Magnúsdóttir graduated with a BSc in Biology from University of Iceland in 2007 whereafter she directly started her Master’s degree in Marine Biology in collaboration with Vör – Marine Research Center in Breiðafjörður. Her Master’s project focused on the life-history traits and population structure of the common whelk Buccinum undatum in Breiðafjörður. After graduating in 2010 she continued the whelk research at Vör for a time and then worked in a kindergarten while planning more whelk research. In 2014 she started her doctoral studies at the Faculty of Life and Environmental Sciences at the University of Iceland in collaboration with Hólar University where she focused on the phenotypic and genotypic diversity of the common whelk in the North Atlantic. After her defence in autumn 2020, Hildur worked as a post doc on further studies on phenotypic variation in the common whelk and then began working at the Institute for Experimental Pathology at Keldur in May 2021 doing parasite research at the Division of Fish Diseases. In January 2022 she was awarded a post doc grant from Rannís to work on the project “Evolution and Ecological interactions of subtidal gastropods and their parasites”, where the co-evolution and diversity of a range of North Atlantic and North Pacific Buccinoidea species and their digenean parasites will be addressed. She currently works on this project at Keldur.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?