Málstofa 10. febrúar kl. 12:30

Málstofa 10. febrúar kl. 12:30

Fimmtudaginn 10. febrúar kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði.

Kristinn Guðmundsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun flytur erindið: Vöktun á styrk a-blaðgrænu við yfirborð sjávar, frá gervitunglum / Monitoring concentrations of surface chlorophyll a, from satellites

Fyrirlesturinn verður á íslensku. Glærur verða að mestu með íslenskum og enskum texta.

Erindi verður streymt á YouTube rás Hafrannsóknastofnunar,

 

Úrdráttur

Erindið hefst á stuttu yfirliti yfir skráningar á styrk a-blaðgrænu við yfirborð sjávar samkvæmt gervitunglagögnum (SSCHL). Greint er frá því hvernig gögnin hafa verið endurmetin fyrir íslenska rannsóknasvæðið, í samræmi við staðbundið tölfræðilíkan (KG o.fl. 2016). Tölfræðilíkanið er að grunni til línuleg aðfallsgreining á annars vegar niðurstöðum mælinga á styrk blaðgrænu í sjósýnum sem safnað er í efstu fimm metrum sjávar og hins vegar tilsvarandi gildum SSCHL fyrir viðkomandi reit (pixel) skráð fyrir sama dag og stað. En, auk þess eru fléttaðar inn valdar skýribreytur til að leiðrétta kerfisbundna bjögun á framangreindu línulegu sambandi. Reifaðir eru helstu kostir og gallar framangreindra gagna og vikið að mögulegum útvíkkunum varðandi túlkun niðurstaðna á breytilegum styrk blaðgrænu við yfirborð sjávar í ljósi fyrirliggjandi beinna mælinga á svifgróðri í sjó. Að lokum er minnst á dæmi um hvernig umrædd gervitunglagögn nýtast í vistfræðilegum rannsóknum, bæði varðandi árlega framvindu gróðurs og hugsanleg áhrif gróðurframvindu á afkomu dýra á skilgreindum svæðum og tímum.

The talk starts with a short introduction about records on satellite surface chlorophyll-a concentrations (SSCHL). An overview is given on how the mentioned data are revalued for the research area around Iceland, in accordance with a local statistical model (KG et al. 2016). The model is based on the linear regression of the available results on chlorophyll-a measured in seawater samples from the uppermost 5 meter and the SSCHL that match by the day and location. Additionally, a selection of additional parameters are included for local corrections of systematic biases from the simple linear correlation mentioned. The pros and cons of SSCHL data are listed and based on empirical local knowledge and some possible interpretations will be discussed. Finally, examples are shown on how the SSCHL is used for analysis of phytoplankton phenology and/or research on the possible effects on survival and growth of creatures that depend on the marine primary production.

Um Kristinn

Árið 1985 var Kristinn ráðinn í stöðu sérfræðings til rannsókna á svifþörungum. Hann hóf að rannsaka frumframleiðni svifþörunga, m.a. með tilraunum til að meta afköst ljóstillífunar sem fall af birtu. Jafnframt var reynt að afla gagna um árlega framvindu gróðurs með ýmsum ráðum. Mikið magn gagna hefur safnast upp, en þar sem öflun sýna er bundin við sjóferðir er ekki hlaupið að því að fylgjast með breytingum yfir heilt gróðurtímabil nema með sérstöku átaki og á afmörkuðu svæði hverju sinni. Því var áhugavert að fylgjast með tækniframförum varðandi skráningar og túlkun á breytilegri samsetningu lita í endurvarpi ljóss frá yfirborði sjávar með fjarmælingabúnaði, í fyrstu frá flugvélum og síðar frá gervitunglum. Þróun búnaðar og aðferða til úrvinnslu á slíkum skráningum hefur fleygt fram á liðnum áratugum. Runa gervitunglagagna, sem rekja má óslitið aftur til ársins 1997 og ætluð er til vöktunar á heimshöfunum hefur verið gerð aðgengileg til hvers kyns rannsókna. Kristinn hefur nýtt sér þetta og óspart miðlað áfram því sem áunnist hefur. Almenn notkun stuðlar bæði að bættum skilningi á framvindu svifgróðurs og mikilvægi frumframleiðslunnar fyrir afkomu lífvera í sjó.

Kristinn útskrifaðist frá Háskólanum í Bergen árið 1985 með Cand.real gráðu í sjávarlíffræði og vistfræði svifþörunga sem sérgrein.

Since 1985 Kristinn has been a specialist on phytoplankton ecology at MFRI. He has been engaged in research on e.g. phytoplankton primary production, performing experiments on biomass related carbon uptake vs. light, phytoplankton phenology and aqua culture. Collection of water samples is dependent on ship time or other platforms that put limits to either the spatial or temporal resolution. Obviously other approaches are needed to track swift changes in phytoplankton growth in the oceans. Kristinn has tested diverse indirect and unattendet technique for ‚in situ‘ measurements. Some have been useful, but daily recordings from satellite remote sensores and the interpretation of variations in spectrum of reflected light from the surface is a break through for monitoring of phytoplankton. Series with daily records from scanners on board polar orbiting satellites, covering the surface of the world oceans, run back to late 1997. Estimates of variable surface chlorophyll concentrations, has been made easily available for all kind of research projects. Kristinn has taken advance of that, developed tools to extract relevant information based on these records and used it in diverse ecological studies. He has freely shared both his results, tools and data for further research. Thus he makes allowance for stimulation by the ‚open source‘ principle, which enhance futher knowledge on phytoplankton phenology and possible effects of variable annual phytoplankton growth on the diverse organisms that are dependent on the primary production.

Kristinn was graduated Cand.real in marine ecology from the University in Bergen in 1985, with phytoplankton as his speciality.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?