Fiskifræðingur

Hafrannsóknastofnun leitar eftir sérfræðingi í fiskifræði.

Hafrannsóknastofnunin óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við rannsóknir á sviði fiskifræði. Starfið snýr einkum að gagnarýni, rannsóknum á lífssögu tegunda og mati á stofnstærð hryggleysingja. Leitað er að einstakling sem hefur góða færni til að vinna í þverfaglegri teymisvinnu. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af rannsóknum og birtingu niðurstaðna.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í stofnmati og ýmsum rannsóknarverkefnum sem tengjast fiskifræði og vistfræði.
  • Úrvinnsla gagna, skipulagning rannsóknaleiðangra og samskipti við hagaðila.
  • Birting niðurstaðna í vísindagreinum, skýrslum og erindum.

Hæfniskröfur

  • Meistarapróf í fiskifræði, tölfræði, stærðfræði eða skyldum greinum er skilyrði. Doktorspróf er kostur.
  • Reynsla af rannsóknum á sviði fiskifræði er kostur.
  • Reynsla af birtingu rannsóknaniðurstaðna.
  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og hæfni til að vinna í teymi.
  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku.

Nánar um starfið og umsóknarferlið má finna á vefnum okkar.
Hægt er að sækja um starfið í gegnum Starfatorg til og með 26. september 2023.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?