Anne de Vries flytur erindi á málstofu

Anne de Vries flytur erindi á málstofu

Föstudaginn 23. nóvember mun Anne de Vries flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Erindið mun fjalla um mælingar Anne á plasti í þorski og ufsa en hún stundar nú meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða, en hefur notið aðstoðar Hafrannsóknastofnunar. Málstofan verður haldin í fyrirlestrarsal á 1. hæð Skúlagötu 4 og verður jafnframt streymt á YouTube rás stofnunarinnar.

Erindið verður flutt á ensku.

Málstofan hefst kl. 11:00. Öll velkomin.

Anne de Vries lauk námi í vatnastjórnun (e. Water management) við University of Applied Sciences í Vlissingen, Hollandi, og stundar nú meistanám við Háskólasetur Vestfjarða í haf og strandsvæðastjórnun. Meistaraverkefni hennar fjallar um plastagnir í þorski (Gadus morhua) og ufsa (Pollachius virens). Í erindinu mun hún fjalla um notkun alkalín meðferðar með Kalíum hýdroxíð (KOH) til að leysa upp magainnihald til að meta plastmagn í mögum. Plastrannsóknir eru nýjar af nálinu og í stöðugri þróun og mun hún fjalla um reynslu sína af þeirri aðferðarfræði sem hún hefur verið að beita.

English abstract:

Anne de Vries has a background in Water Management from the University of Applied Sciences in Vlissingen, the Netherlands and is currently doing a masters in Ísafjörður on Coastal and Marine Management. Her research looks into the plastic occurrence in cod (Gadus morhua) and saithe (Pollachius virens) from the west coast of Iceland. In the presentation the emphasis is on the application of an alkaline treatment with KOH to dissolve fish guts in plastics research as the initial visual analysis is completed, but further chemical analysis by n-IR is still ongoing. Anne will give points from her experience that need to be considered when applying this method, and general observations she made throughout the process.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?