Ólafsvík

Starfstöð Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík er staðsett við höfnina í hjarta bæjarins að Norðurtanga. Starfsmenn koma að hinum ýmsu rannsóknarverkefnum Hafrannsóknastofnunar en sérstök áhersla er lögð á vistkerfi Breiðafjarðar.

Meðal verkefna er regluleg umhverfisvöktun þar sem rýnt er í grunnstoðir vistkerfisins með mælingum á efnaþáttum og frumframleiðslu. Einnig fara fram rannsóknir á svifþörungum, svifdýrum og fæðuvef.  Starfsmenn taka einnig þátt í gagnasöfnun úr afla sem eru nýtt í stofnmatsráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Þá eru starfsmenn oft þáttakendur í ýmsum rannsóknum á umhverfisáhrifum af framkvæmdum og nýtingu á Breiðafjarðarsvæðinu. 

Hafrannsóknastofnun Ólafsvík

Norðurtanga 3
355 Ólafsvík
Sími: 575 2340

Employees
Name Job Title Email
Did you find the content of this page helpful?